Lítið nýtt að frétta í verkfallinu. í morgun kom Finnbogi formaður og kynnti okkur stöðuna. Það virðist allt vera stál í stál og mann er farið að gruna að lausnin liggi hjá ríkinu enda kennarar margbúnir að benda á að það fylgdi ekki nægjanlegt fjármagn með flutningi grunnskólana. Lúðvík Geirsson virðist vera búinn að átta sig á þessu og fjallar um málið á vitrænum nótum. Svo er bara spurning hvort aðrir bæjarstjórar sem neita að borga kennurum yfirvinnu og hafa það að markmiði sínu að hleypa öllu í bál og brand séu tilbúnir að viðurkenna að þeir hafi gert mistök í samningunum um færslu grunnskólanna?
Eins og stendur er ég að lesa alveg stórkostlega bók eftir Bill Bryson sem heitir Down Under og er ferðabók um ístralíu. Ég hef áður lesið bókina A Short History of Nearly Everything eftir sama höfund og hann er virkilega skemmtilegur.
í kvöld ætla ég svo að einhenda mér í að setja upp ársreikninga BKNE og reyna að koma þeim frá í nótt svo ég geti lagt þetta allt saman fyrir endurskoðendur félagsins kl. 13 á morgun en aðalfundurinn er á freysdaginn! Það verður talsvert afrek fyrir máladeildarstúdentinn sem hefur alltaf litið á bókhald eins og einhvers konar galdrabrögð og aldrei fattað hvernig þetta gengur allt upp.