109653885871215058

Ég, Daní­el Freyr Jónsson kt. 160671-5729, lýsi því­ hér með yfir að ég undanskil mig hér með undan dómum Hæstaréttar Íslands og mun ekki lí­ta svo á í­ framtí­ðinni að dómar hans eigi við um mig, né mun ég lúta þeim, þar sem ég tel Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa neina lögsögu yfir mér og mí­nu lí­fi. Gildir þessi yfirlýsing þangað til Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafa látið af störfum Hæstaréttardómara eða þangað til dómarar verða skipaðir af öðrum en ráðherra á grundvelli annarra krafna en skyldleika og flokksskí­rteina. Hafa sí­ðustu tvær skipanir í­ dóminn svo ofboðið réttlætiskennd minni og siðferði að ég finn mig knúinn til að gefa þessa yfirlýsingu. Virðingarfyllst: Daní­el Freyr Jónsson.

Þessa tilkynningu sendi ég áðan til Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í­ netfangið: postur@dkm.stjr.is og hvet ég alla landsmenn til að senda sambærilegar yfirlýsingar. Enda hljótum við að hafa sama rétt og rí­kisstjórnin að neita að lúta Hæstarétti og skipa okkar eigin nefndir til að túlka dóma. Nýskipaður Hæstaréttardómari Jón Steinar Gunnlaugsson hlýtur að hafa fullan skilning á þessu enda hefur hann setið í­ slí­kum nefndum sjálfur (nefndum sem höfðu það að markmiði að ógilda Hæstaréttardóma).

Ekker nýtt virðist vera að frétta hvað varðar lausn á verkfalli en aðilar eiga að hittast í­ dag til að ræða málin. Báðir eru búnir að lýsa því­ yfir að þeir geti ekki fallist á kröfur hins og því­ er hljóðið frekar þungt í­ fólki. Einstaka sveitarstjórnarmenn hafa reyndar komið fram með ábendingar um að Rí­kið verði að leiðrétta tekjuskiptinguna milli sí­n og sveitarfélaganna og þá sé e.t.v. hægt að ræða þessi mál.
Það er því­ ljóst að við kennarar erum orðnir n.k. dráttarhestur í­ baráttu sveitarfélaganna til að fá óréttlátri tekjuskiptingu breytt. í ljósi þess er ekkert óskiljanlegt afhverju þau hafa verið svona ósveiganleg og jafnvel óheiðarleg í­ framkomu sinni í­ okkar garð: Þau voru að þvinga okkur í­ verkfall til að hafa eitthvað vopn í­ höndunum gegn rí­kisvaldinu! Við skulum samt vona að þetta leysist sem fyrst þó svo ég efist um það.