Helgin var dásamleg. Eyddi henni að mestu í að lesa og slappa af. Kári var í æfingarbúðum í Tae-Kwon-Doe og á sunnudeginum fékk hann þennan fína búning. Gulla tók af honum myndir og þær verða komnar inn hjá henni í dag eða á morgun.
Svo fórum við í gær í tvöfalda afmælisveislu til tengdó. Mágur minn varð að því er mig minnir 19 ára í gær og tengdamóðir mín verður 53 á óðinsdaginn. Þannig að það var slegið upp þessu fína kökuboði og margt mjög girnilegt á boðstólum.
Einnig kláraði ég að lesa The Curious Incident of the Dog in the Night Time. Það er mjög góð bók og veitir skemmtilega sýn á heim einhverfra/Asperger heilkennis. Það er samt rangt að hún fjalli um rannsókn stráksins á atvikinu með hundinn þótt það sé svona leiðartema í bókinni. Þetta er alls enginn krimmi en svona mannleg reynslusaga. Ég gef henni hiklaust 3 störnur (af fjórum).