109813283587301461

Verkfallið er orðið svo vanabundið að það er nánast hætt að fjalla um það. Ég hef ekki fjallað um það sjálfur heillengi og ætla ekki að byrja á því­ núna.

Hins vegar ætla ég að býsnast yfir hreyfingarleysi og fitusöfnun minni. Reyndar virðist ég tolla nokkuð í­ sömu kí­lóatölunni en sú er u.þ.b. 40 kí­lóum of há (Já, 40 kí­lóum). Maður veit svo sem hvað þarf að gera til að sporna við þessu. Hætta að borða hví­tt hveiti og sykur, borða meira grænmeti og ávexti og hreyfa sig, hreyfa sig, hreyfa sig. Verst hvað það er leiðinlegt og mig langar að eiga mér lí­f lí­ka.

Samt hefur mér aldrei gengið jafn vel að megra mig og þegar ég fór á hinn svokallaða Atkins-kúr. Reyndar er öll umfjöllun um þann kúr byggð á misskilningi, nema ég hafi misskilið bókina svona svakalega. Atkins-kúrinn er nefnilega alls ekki kúr heldur mataræði (þarna spilar tvöföld merking orðsins Diet inní­) og sá kafli sem fjallar um kolvetnasnauða mataræðið er mjög lí­till hluti af þessu og á í­ raun bara við um fyrstu tvær vikurnar hjá þeim sem þurfa að léttast. Eftir það á að bæta kolvetnunum hægt og rólega aftur inn í­ mataræðið en sleppa hví­tu hveiti, unnum sykri og matvörum sem innihalda mikið af þessum unnu kolvetnum (þetta myndi nú lí­klega hvaða næringarfræðingur sem er segja manni). Atkins hvetur menn ekki til fituáts en varar ekki við því­ heldur. Segir einungis að fita sé mjög mettandi og því­ borði menn hvort sem er ákaflega lí­tið af henni en unnu kolvetnin sem fara hratt út í­ blóðið séu hins vegar ávanabindandi vegna áhrifa sinna á blóðsykurinn og kalla því­ alltaf á meira át og geta leitt til sykursýki. Þeir sem þurfa ekki að léttast eiga því­ alls ekki að hætta að neyta kolvetna og hinir ekki nema í­ tvær vikur.

Ég veit ekkert hvað ég á að gera í­ þessu. En nú verður breyting á. Hver svo sem hún verður.