109846400187986615

Fer grunnskólinn aftur til rí­kisins?

Það mátti skilja af ummælum Þorgerðar Katrí­nar menntamálaráðherra þegar hún gaf sér góðan tí­ma og ræddi af skilningi við kennara sem voru með mótmælastöðu við rannsóknarhús HA þegar hún kom þangað til að vera við opnun hússins.
Þorgerður óx í­ áliti hjá mér fyrir framgöngu sí­na, en á meðan Sjávarútvegráðherra laumaða sér inn í­ húsið um kjallarann, kom hún til kennara og ræddi við þá og það sem er ekki verra hlustaði á þá.
Þrennt kom fram í­ þessum umræðum hjá menntamálaráðherra sem verður að teljast stórtí­ðindi.

1. Hún taldi að kröfur grunnskólakennara um 230.000 króna byrjunarlaun menntaðs kennara væru ekki óhóflegar. Reyndar finnst mér þetta allt of lág tala.

2. Hún sagði að sveitarfélögin væru ófær um að leysa deiluna og það þyrfti „einhverja í­hlutun“ rí­kisvaldsins.

3. Hún sagði að það þyrfti að skoða vandlega hvort rétt væri að færa rekstur grunnskólanna aftur yfir til rí­kisins.

Þetta var mun betri frammistaða hjá hæstvirtum menntamálaráðherra heldur en hjá Kristjáni Þór Júlí­ussyni. Hann byrjaði að spyrja: „Hvað er að marka ummæli Kennarasambandsins…“ og uppskar pú fyrir. Endurtók hann sig þá og spurði aftur: „Hvað er að marka ummæli Kennarasambandsins um að semja sér við hvert sveitarfélag?“ Þegar honum var bent á að það gæti ekki orðið fyrr en í­ næstu samningum setti hann hljóðan og gekk rakleiðis inn í­ húsið.
Það er samt áhugavert að velta því­ upp að fyrir sí­ðustu samninga voru mörg sveitarfélög með sérsamninga við sí­na kennara en fyrir það var tekið af kröfu sveitarfélaganna. Kennarasambandið hefur alltaf að því­ er ég best veit verið tilbúið til að semja við hvert sveitarfélag fyrir sig og leyfa kennurum að gera sérsamninga við sí­na vinnuveitendur sem byggja ofan á kjarasamning FG. Samband í­slenskra sveitarfélaga hefur hins vegar barið allt slí­kt niður með hótunum gagnvart sveitarfélögum sem skera sig út úr samflotinu og beita þar fyrir sig þeirri staðreynd að sveitarfélögin neyðast til að sækja ákveðna þjónustu til SíS og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er á þeirra valdi. Þessi ummæli Kristjáns komu því­ úr hörðustu átt og eru í­ takt við annað sem sá maður segir.

í því­ ljósi er rétt að benda á þetta en þarna kemur fram að „skólabærinn“ Akureyri er það sveitarfélag sem setur lægsta hlutfall tekna í­ grunnskólana. í litlum sveitarfélögum er þetta náttúrulega hærri tala, t.d. 92,3% hjá Saurbæjarhreppi, en meira að segja hjá stórum sveitarfélögum eins og Kópavogi (51,8%), Hafnarfirði (56,4) og Reykjaví­k (48,2%) er þetta mun hærra hlutfall en á Akureyri (42,5%). Sambærilegt sveitarfélag og Akureyri, Mosfellsbær greiðir 59,1% af sí­num tekjum í­ grunnskólann en það er 16,6% meira. Enda eru meðallaun grunnskólakennara á Akureyri ví­st 20 til 30 þúsund krónum lægri en landsmeðaltal.