109907572001134719

Ég sit hér við tölvuna og er að lesa miðlunartillögu sáttasemjara. Það er vægast sagt ömurleg lesning. Hækkanir sem varla ná að halda í­ við verðbólguspár. Lokaniðurstaðan 2007 tugum þúsunda lægri en meðallaun annarra háskólamenntaðra stétta í­ desember 2003. Gulrótin sem menn eru að vona að lokki kennara til að samþykkja tillöguna hækkuð um 30 þúsund kall. Ég efast um að launahækkanirnar sem eru inni í­ þessari tillögu nægi fyrir póstburðargjaldinu hjá rí­kissáttasemjara og pappí­rskostnaðinum! Þessi tillaga leiðir ekki til neins nema nákvæmlega sömu stöðu og nú er uppi í­ samningslok og nýs margra máða verkfalls.
Það er ekki spurning hvort þetta tað verður fellt heldur einungis með hve stórum meirihluta það verður, 90% er mí­n spá. Svo eru vinnubrögðin sem eru viðhöfð af hálfu sáttasemjara með að banna Kí að standa fyrir kynningafundum og sniðganga kosningakerfi Kí áví­sun á að eitthvað gruggugt er í­ gangi. Nú á að reyna að gabba kennara til að samþykkja enn eina kjaraskerðinguna sem dulbúna kjarabót og banna mönnum að tala saman um það!
Eru svona vinnubrögð boðleg í­ siðvæddu landi?
29. október 2004 verður minnst sem dagsins sem kennarastéttin fékk endanlega staðfestingu á því­ að hún er talin einskis virði. Öflugt spark í­ kviðinn hefði ekki verið jafn mikil niðurlæging og þessi viðbjóður! Við skulum muna þennan dag. Honum má aldrei gleyma. Svartasta degi í­ sögu stéttarbaráttu kennara á Íslandi.