Afhelgun er merkilegt fyrirbæri. Þegar eitthvað sem áður var forboðið eða utan gagnrýninnar umræðu verður allt í einu gilt viðfangsefni vangaveltna, umræðu og jafnvel árása.
Þannig hefur afhelgun trúarbragða birst í því að nú má tala um og gagnrýna trúarbrögð á allan máta án þess að eiga það á hættu að vera brenndur á báli, útskúfaður eða fordæmdur. Þessi afhelgun hefur leitt af sér umburðarlyndara og siðlegra samfélag en jafnframt opnað dyrnar fyrir gríni um Jesús og fordæmingu á trúarbrögðum sem hefði verið óhugsandi fyrr á tímum.
Það er meira en trúarbrögð sem hafa verið afhelguð. Þannig hefur umræða um sifjaspell, kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, kynþáttafordóma o.s.frv. komið upp á yfirborðið og orðið þess valdandi að hægt var að fara að taka á þessum málum sem kraumuðu áður undir yfirborðinu en enginn mátti tala um.
Konur hafa líka verið afhelgaðar á vissan máta. Fyrr á tímum mátti varla hugsa um konur og enn síður tala um þær. Fætur og enn frekar hné kvenna þóttu svo forboðin að það varð að hylja þau og öll opinber umræða um konur mótaðist af yfirborðskenndri umhyggju, stærilæti og viktoríanskri siðsemi. Þrátt fyrir það voru ort blautleg kvæði í laumi og teknar dónalegar myndir sem gengu kaupum og sölum undir borðið á markaðstorgum holdlegra fýsna.
Það ber að minnast á að á þeim tíma voru réttindi kvenna engan vegin sambærileg við það sem gerist í dag. Því má segja að afhelguninni hafi fylgt aukin réttindi, bætt kjör og opnari umræða. Umræða sem getur líka gengið út í hinar öfgarnar, þ.e.a.s. algera kvenfyrirlitningu. Kvenfyrirlitningu sem aldrei hefði getað birst opinberlega á siðsamari og íhaldssamari tímum meiri kvennakúgunar.
írshátíðartexti MR ber fyrst og fremst því vitni að menntskælingar eru klámfengnir, með óþroskaðan húmor og lágt siðferðismat á því hvað telst birtingarhæft.
Að vissu leyti ber hann samt einnig vott um aukin réttindi kvenna, bætta stöðu þeirra, opnari umræðu og aukið umburðarlyndi í samfélaginu.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2004
110176064749800412
Samkvæmt utanríkisráðherra vorum er ég og u.þ.b. 30% þjóðarinnar afturhaldskommúnistatittur. Þetti sami maður og sagði að allt væri með kyrrum kjörum í írak á 495 stöðum af 500. Það vita náttúrulega allir að það eru bara 500 staðir í írak. Hann virðist líka telja það sambærilegt að vilja ekki setja nafn sitt undir þjóðarmorð og að heimta að fá að taka til baka samþykki fyrir lífsnauðsynlegri skurðaðgerð. í flestum siðmenntuðum löndum væru menn auðvitað búnir að sjá að hann er farinn að glepjast eitthvað kallinn og réttast væri að hann settist í helgan stein þar sem gköpin þurfa ekki að koma niður á þjóðinni. En í siðmenntuðum löndum þarf líka fleiri en tvo til að ákveða að taka þátt í að sprengja saklaust fólk í loft upp.
Merkilegast er þó að fréttamönnum hafi þótt þessi ummæli fréttnæm nema að því leyti að þau varpa mjög sterku ljósi á hrörnandi heilastarfsemi vesalings mannsins.
110174711146134233
Mikil bloggleti hefur gripið um sig undanfarið. Samt hefur ekki verið mikið að gera. Bara þetta hefðbundna snatt í vinnunni og svoleiðis. Pólitíkin er heldur óáhugaverð hér innanlands nema hugsanlega þessi yfirlýsing Hjálmars um að það ætti að endurskoða stuðninginn við innrásina í írak. Einhvern veginn finnst manni hann samt vera nokkuð seinn með þessa skoðun sína. Svo var Davíð eins og geðstirð hæna í útvarpinu áðan og það var eiginlega pínlegt að hlusta á hann.
Fréttamenn birta líka fréttir frá úkraínu þessa dagana án þess að því er virðist að beita nokkurri gagnrýnni hugsun. Það er fyrir löngu komið í ljós að útgönguspárnar voru unnar fyrir bandarísk stjórnvöld og þ.a.l. ekkert mark á þeim takandi. Báðið frambjóðendurnir eru skúrkar á framfæri sitthvorrar valdablokkarinnar og glæpasamtaka í úkraínu, Rússlandi og Evrópu. Það er bara farsi að láta eins og önnur fylkingin sé nokkuð skárri en hin og að þetta upphlaup allt saman hafi nokkuð með lýðræði að gera. Þarna er á ferð nakin valdabarátta austurs og vesturs. Stórtíðindin eru þau að þessi barátta sé komin alla leið austur til úkraínu. Það er líka ótrúlegt hversu líkir skúrkarnir tveir eru. „Okkar“ maður þó augsýnilega að kljást við einhvert alvarlegt húðvandamál.
Ég setti jólaseríurnar upp um helgina enda fyrsti sunnudagur í aðventu og mér sýnast fleiri Akureyringar hafa gert það líka. Svo er líka 1. desember á miðvikudaginn. Jólaauglýsingarnar og jólalögin í útvarpinu, jólaútstillingarnar í búðunum o.s.frv. virðist því vera að birtast á réttum tíma aldrei þessu vant. Jólaskraut í byrjun nóvember fer alveg hrikalega í taugarnar á mér.
110132748958665613
Kosningasvindl í úkraínu og Þráinn Bertelsson að opinbera fordóma sína og þekkingarleysi á baksíðu Fréttablaðsins. Mér heyrast flestir kennarar ætla að fella nýja samninginn.
Vestrænar ríkisstjórnir (og fjölmiðlar) ásaka úkraínustjórn um kosningasvindl þar sem úrslit kosninganna ríma mjög illa við útgönguspár (sem voru reyndar gerðar fyrir Bandaríkin (hugsanlega í þeim tilgangi að geta dregið úrslit kosningann í efa ef þær færu þannig að handbendi Moskvuvaldsins myndi sigra?)). Ég er ekki í þeirri aðstöðu að geta skorið úr um hvort um svindl hafi verið að ræða eða ekki. Hins vegar finnst mér gaman að nú er enn ein „Flauelsbyltingin“ í burðarliðnum og þá má búast við viðbrögðum frá Sverri.
Eftir að Þráinn Bertelsson líkti grunnskólakennurum við hryðjuverkamenn sem héldu börnum í gíslingu kemur mér engin smekkleysa frá hans hendi á óvart lengur. Þegar hann sakar trúleysingja um þjóðernishyggju, rasisma, fordóma gagnvart framandlegum trúarbrögðum og ég veit ekki hvað og hvað sem ég hefði haldið að ætti frekar við um sanntrúað ofstækisfólk eins og finnst t.d. í Krossinum þá er hann bara að opinbera enn frekar sitt sanna eðli sem er það að hann er smekklaus og fordómafullur og hikar ekki við að dæma um hluti sem hann veit ekkert um.
Á kynningarfundinum í dag um nýja kennarasamninginn sýndist mér flestir vera á því að fella hann. Ég er sjálfur að hugsa um að gera það, a.m.k. kemur ekki til greina að samþykkja hann. Hins vegar fær maður þá mun verri gerðardóm í hausinn og þó að ég myndi sætta mig við það þar sem ég hef nú þegar ákveðið að hætta sem grunnskólakennari í síðasta lagi vorið 2008 þá væri nú betra að fá samninginn frekar en ekkert þangað til. Ég er bara ekki til í að eyðileggja kennarastarfið til framtíðar með því að samþykkja hann. Það kom hins vegar í ljós að ef kosningaþátttaka er undir 20% þá telst samningurinn samþykktur. Er þá ekki málið að enginn kjósi? Þá sleppum við við gerðardóm án þess að þurfa að samþykkja þessa niðurlægingu?
110106215462603732
Eftir 3 ár verður komið fast að áramótunum 2007-2008. Þá um vorið mun Dagur klára grunnskólann og á sama tíma munu kjarasamningar kennara renna út, hvort sem það verður hryllingurinn sem nú bíður afgreiðslu eða einhver kjaralús frá gerðardómi.
Þá verður sem sagt næsta kennaraverkfall, næsta niðurlæging stéttarinnar og næsta staðfesting á því að við erum einskis virði.
írið 1989 gerðu kennarar ágætis kjarasamning sem var svo felldur úr gildi með lögum til að auðvelda hina svokölluðu „þjóðarsátt“. Ég veit ekki alveg hvernig fór í kjarabaráttunni ’92 en ’95 var nokkurra vikna verkfall sem þótti skila svo litlu að ’97 hættu menn í verkfalli eftir einn dag þegar miðlunartillaga kom fram sem innihélt nánast ekkert. 2001 voru svo gerðir verstu kjarasamningar sögunnar þegar vinna kennara var stóraukin gegn smávægilegri launahækkun og niðurfellingu allra sérkjarasamninga. Þá lækkuðu margir í launum eftir að forystan hafði farið um landið og logið samningana inn á félagsmenn.
Núna er búið að stöðva verkfall með lögum og taka þannig af okkur verkfallsréttinn. Búið að skrifa undir samning sem rétt nær að koma í veg fyrir tekjuskerðingu næstu 3 árin. Verði hann ekki samþykktur vofir yfir gerðardómur sem enginn veit hver verður. Það er engin ástæða til að ætla annað en að eftir verkfall 2008 komi annaðhvort lög og svipuð niðurstaða og núna eða miðlunartillaga upp á tittlingaskít sem verður samþykkt vegna hræðslu. Hvort heldur verður er niðurlæging kennarastéttarinnar alger og andlát skynsamrar skólastefnu augljóst.
Skólar framtíðarinnar verða láglauna vinnustaðir ófaglærðs fólks, frekar hugsaðir til þess að passa börn meðan foreldrarnir vinna en að mennta. Þaðan eiga að koma þjóðfélagsþegnar sem verða hæfir til að vinna láglaunastörf í verksmiðjum erlendra auðhringa. Það er glæsileg framtíðarsýn.
Ég hef sem sagt 3 ár til að horfast í augu við framtíðina, afla mér aukinnar menntunar, skipta um starfsvettvang, flytja erlendis eða hvað annað sem gæti komið til greina. Eitt er víst. Ég ætla ekki að vera grunnskólakennari vorið 2008 á leið í verkfall með það á herðunum að samfélaginu finnst ég einskis virði og að öll mín barátta sé fyrirfram vonlaus!
110087562186908756
í dag er ég reiður.
Ég er búinn að reikna út þennan samning fyrir mig. Samkvæmt honum hækka launin mín um 16,4% á næstu fjórum árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir 3-4% verðbólgu. Þessi samningur er í raun bara miðlunartillaga sáttasemjara með 1,25% hækkun. Miðlunartillaga sem var felld með 93% atkvæða.
Það eru allir skíthræddir við gerðardóm og ég þar meðtalinn. Aliþingismenn og láglaunalögga landsins æða nú um í miklum blekkingarleik til að fá kennara til að samþykkja þessi ósköp. Þá gef ég nú lítið fyrir kennarastéttina ef hún gerir það. Þessi samningur hlýtur að verða felldur með álíka prósentutölu og miðlunartillagan.
Gerðardómur hefur að mínu viti tvær leiðir að fara í sínum dóm. Annaðhvort fylgja þeir þeirri stefnu að dæma okkur flóalaun 11% hækkanir og tilheyrandi kjaraskerðingu eða þá að þeir taka mið af stéttum með sambærilega menntun, ábyrgð og vinnutíma og dæma okkur þá 32% hækkun sem myndi jafna okkur við aðrar háskólastéttir.
Fyrri leiðin mun leiða til auðnar í skólum landsins, fluttnings kennara af landi brott og tilfærslu í önnur störf, atvinnuleysi í stéttinni o.s.frv. Seinni leiðin mun leiða til betra skólastarfs, aukinna gæða menntunar og bjartari framtíðar, þó svo að ríkið gæti þurft að auka fjárframlag sitt í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Sumir telja að gerðardómur eigi þriðju leiðina, að dæma kennurum svipuð kjör og felast í miðlunartillögunni. Það tel ég ekki enda eru ekki um það nein fyrirmæli í þeim lögum sem þeir eiga að fara eftir. Það verður annaðhvort allt eða ekkert. Líklega ekkert. En þá erum við líka búin að fá heiðarlega niðurstöðu að þessi þjóð vilji ekki leggja fé í menntun heldur byggja framtíð sína á láglaunastörfum, stóriðju og ófagmenntuðu láglaunavinnuafli. Ef það er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda þá verður bara þannig að vera. Það er betra að vita það en að lifa í blekkingu.
Ég mun fella þennan samning og ég hvet alla kennara til að gera það líka!
110059550015406701
GLOMM!
110044810435873427
Enn er haldið áfram með upprifjunarvikuna og ekkert dregið undan frekar en fyrri daginn.
Við byrjum strax eftir áramót og förum yfir reglur þær sem gilda um skil og skipti á jólagjöfum:
2. janúar 2004
1. Ef maður fær tvennt af einhverju má skipta öðru eintakinu fyrir hvað sem er.
2. Fötum sem passa ekki má skipta fyrir eins föt í réttri stærð (þó er heimilt að fá flíkina í öðrum lit ef vill).
3. Óheimilt er að skipta gjöf af þeirri einföldu ástæðu að manni langi frekar í eitthvað annað.
4. Sé manni gefið eitthvað sem þykir annað hvort skelfilega smekklaust eða alger óþarfi má stinga því inn í geymslu þar sem það sést ekki en þetta er ekki næg ástæða til að skipta gjöfinni.
5. Snyrtivörum (rakspíra, ilmvötnum o.s.frv.) er heimilt að skipta fyrir þá lykt sem maður notar hafi maður fengið rangan ilm.
6. Gjafir sem eru heimatilbúnar ber að þakka fyrir sérstaklega hversu ömurlegar sem þær eru (þetta snýr reyndar ekki að skiptum enda ómögulegt að skipta heimatilbúinni gjöf).
Svo var náttúrulega vinnan að byrja svona eftir jólin og fyrsti dagurinn var náttúrulega alveg óstjórnlega áhugaverður:
5. janúar 2004
Þá er fyrsti vinnudagur ársins búinn. Bara svona stutt í upphafi til að koma sér í gang. Samt fannst mér svolítið skrýtið að hefja misserið svona á því að hafa fyrirlestur og fund frá 8:30 – 12:30 svona í staðinn fyrir að gefa okkur tíma til að undirbúa kennsluna. Fyrst var fyrirlestur um Uppbyggingarstefnuna. íkaflega áhugavert. Ég ætla að leyfa mér að birta hér hluta af lesefninu sem fylgdi fyrirlestrinum. Hér er vísindaleg útskýring á innri áhugahvöt: „Hún hjálpar okkur að skilja það, hvernig manneskjan leitast stöðugt við í ákveðnum tilgangi og á mörgum vitundarstigum, að ná markmiðum sínum og fullnægja þörfum sínum í síbreytilegu umhverfi.“ Það var nú einmitt það. Um Uppbyggingarstefnuna er einnig sagt: „Hægt er að tala þannig um aðferðina sérstaklega og bera saman við aðrar uppeldisaðferðir og segja að hún sé lífsgildismiðuð fremur en reglumiðuð.“ Gott að hafa það á hreinu. Samt er náttúrulega stórkostlegast að lesa þetta: „íherslan færist frá ótta til óttaleysis, frá ytri stjórn til innri stjórnar, frá ytri hvatningu til innri hvatningar, frá umbun og refsingu til eigin lausnar á vanda, frá talhlýðni til sjálfsaga, frá reglum til lífsgilda, frá skömm til hugprýði, frá útskúfun til endurkomu og sátta, frá vonleysi og uppgjöf til sjálfstrausts og bjartsýni.“ Vá! Allt þetta er einungis að finna á fyrstu blaðsíðu þessa fjögurra síðna dreifildis sem heldur áfram á svipuðum nótum.
Stærsta fréttin í janúar var svo náttúrulega þegar Dóri Gríms þrælapískari, mannhatari og mannvitsbrekka fann upp á sitt einsdæmi öll gereyðingarvopnin í írak:
15. janúar 2004
Til að byrja með er hún alveg bráðskondin þessi frétt af gömlu sprengihylkjunum sem Danir fundu í Suður-írak um daginn. Frá upphafi var ljóst að þetta voru gömul sprengihylki frá íran-írak stríðinu sem var búið að setja til hliðar og meira að segja nota í undirstöður vega (þetta virðist nú vera talsvert ítarleg leit hjá þeim ef þeir eru farnir að grafa vegina í sundur). Þessu hampaði Halldór ísgrímsson sem heimsviðburði! Merkilegt að Utanríkisráðherra þjóðarinnar sé svo vel að sér í heimsmálunum að vita ekki að svona tóm sprngjuhylki (eða með einhverju glundri í) finnast í írak nánast á hverjum degi og er ekki haft hátt um það þar sem þeir fengu þær flestar (eða glundrið í þeim) frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það voru heldur ekki þessi vopn sem menn áttu við þegar talað var um gereyðingarvopnin í írak. Það vissu allir að Saddam hafði notað efnavopn á írani og Kúrda. Það var bara öllum sama, þ.m.t. Halldóri ísgrímssyni.
Svo voru líka kosningar í Færeyjum:
21. janúar 2004
í útvarpinu í gær var verið að tala við fréttaritara útvarpsins í Færeyjum og ljóst að útvarpsmaðurinn gat ómögulega skilið hvernig stæði á því að allir Færeyingar kysu ekki flokkana sem eru að berjast fyrir sjálfstæðinu. Fréttaritarinn var einnig dyggur stuðningsmaður Anfinns Karlsberg og á honum mátti skilja að maðurinn væri nánast dýrlingur þrátt fyrir einhverja fjármálaglæpi fyrir 22 árum síðan. „Allt slíkt er auðvitað löngu fyrnt.“ sagði fréttaritarinn og virtist ekkert skilja í því afhverju maðurinn hefði verið að segja af sér. „Hann skilar mjög góðu búi.“ voru ummæli fréttaritarans. Á fréttum Stöðvar 2 í morgun var hins vegar að skilja að núverandi stjórnvöld hefðu klúðrað efnahagsmálum Færeyja en haldið velli þrátt fyrir það væntanlega vegna þess að naumur meirihluti Færeyinga er hlynntur sjálfstæðisbaráttunni. Hvor túlkunin er rétt veit ég ekki en hitt er áhugavert hvað þessi sjálfstæðisbarátta Færeyinga virðist skipta okkur Íslendinga miklu meira máli en þá sjálfa.
Smá hugleiðing líka þegar fór að líða að Bóndadegi:
23. janúar 2004
Konur, ef þið elskið mennina ykkar ekki gefa þeim blóm! Karlmenn vilja ekki fá blóm á Bóndadaginn. Viðurkennið það líka ef þið kaupið blóm þá eruð þið að kaupa þau fyrir ykkur sjálfar.
Eitthvað var ég líka að hugsa um stjórnmálin á Bretlandseyjum og hafði þetta við þau að athuga:
28. janúar
Þá er Blair sloppinn fyrir horn og búinn að eyðileggja breska skólakerfið og brjóta sitt helsta kosningaloforð. í fréttunum á Stöð 2 í morgun var það kallað óáhugavert mál! Það er skelfilegt til þess að hugsa að þetta er maðurinn sem Össur og Ingibjörg líta upp til sem leiðtoga lífs síns.
Að lokum vil ég segja að mér finnst ákaflega þægilegt að upprifjunarvikuna skuli bera upp akkúrat núna og ég þurfi því ekki að segja frá því sem mér raunverulega býr í brjósti þessa dagana. Ég er bara ekki reiðubúinn til þess ennþá.
Kennarar í Giljaskóla ætla að hittast kl. 17 í dag, stjórn BKNE ætlar að hittast í kvöld þegar varaformaðurinn kemur aftur norður af formannafundinum í Reykjavík, svo ætlum við að hafa trúnaðarmannafund á morgun og þá vonandi kemur í ljós hvað hægt verður að gera.
Ave
110035250507335775
Verður þá haldið áfram með upprifjunarvikuna. (Líðan mín vegna nýafstaðinna atburða er svo undarleg að ég treysti mér ekki til að tjá mig um þá með ábyrgum hætti).
Við skulum byrja 1. desember en þá voru Spegilsmál mikið á dagskrá:
… Rétt eins og ég sagði áðan þá sýnir Spegillinn oft aðra hlið á málunum en þá viðteknu. Þá hlið sem er reifuð í fréttum. Þannig var marktækur munur á umfjöllun frétta um íraksstríðið og umfjöllun Spegilsins um sama efni. Ef það á að ásaka Spegilinn um vinstrislagsíðu fyrir þetta hlýtur maður jafnframt að draga þá ályktun að í hefðbundnum fréttum, þar sem birtar eru athugasemdalaust fréttatilkynningar frá Bandaríkjaher og ísraelsku ríkisstjórninni, hljóti þá að vera slagsíða í hina áttina. A.m.k. get ég stundum ekki orða bundist þegar verið er að fjalla um ísrael í sjónvarpsfréttunum (á báðum stöðvum). Þrátt fyrir þetta vil ég ekki taka undir þá gagnrýni að Spegillinn sé „vinstriþáttur …
Ég hélt líka áfram að tjá mig um ástandið í Georgíu. Það land var mér hugleikið á þessum tíma:
7. desember 2003
Ég las það á textavarpinu í gær að Rússar væru að ásaka Bandaríkjamenn um að hafa haft hönd í bagga með Flauelsbyltingunni í Georgíu (ég veit að sumum finnst ákaflega pirrandi að kalla þetta Flauelsbyltinguna). Það kom mér svo sem ekkert á óvart enda skrifaði ég um það í lærðri grein um stjórnmál í Georgíu 27. nóvember. Annars virðist Georgíu bera æ oftar á góma þessa dagana. Ég er t.d. að lesa bókina Darwin’s Radio eftir Greg Bear, en hún gerist að hluta til í Georgíu. Eftir að hafa lesið lýsingarnar í bókinni á landslaginu, menningunni og litlu þorpunum með hlöðnum húsum í skógivöxnum og þröngum dölum Kákasusfjallanna, þá er mig farið að dauðlanga að fara þarna sjálfur. Kannski að ég fari bara í netleiðangur í dag og skoði þetta allt saman!
Svo fékk ég sent bréf frá serbneska sósíalistaflokknum og hef enn ekki hugmynd um hvernig þeir höfðu upp á nafninu mínu.
11. desember 2003
Ég fékk þetta dásamlega bréf frá serbneska sósíalistaflokknum í dag og fannst sem ég þyrfti að deila því með einhverjum:
10. December 2003.
L o z n i c a
Serbia&Monte Negro
Dear comrades,
in the upcoming years we will have difficulties with new form of social
problems. Globalization and new form of Imperialism are taking their
price. Only together and each others we could win that fight for Freedom
and Human Rights. Also there is a way, for all 6 billion citizens, from all
countries around the world. It is a way of Left.
I wish you more success and more struggle in the field of Left in the year
2004.
Also in the 2004 you are invited to visit Socialist party of Serbia. We
could help Left only buy giving support and if we have knowledge between
us.
Also I will be very happy if you send me e-mail address of youth of your
organization, because youth I am representing are very interested in
connecting.
Best Regards
Milinko Isakovic
Main Committee
Socialist party of Serbia
+381 64 2050090
milinkoi@fiaz.co.yu
Já það er gaman að fá svona bréf. Síðar í mánuðinum skrifaði ég um innrásina í írak og svo að sjálfssögðu um eftirlaunafrumvarpið:
15. desember 2003
Þetta sem að framan er ritað er svolítið siðlaust en þó ekki jafn siðlaust og starfslokasamningur Davíðs Oddssonar sem gengur undir nafninu „Frumvarp um peninga handa mér“ eða eitthvað svoleiðis. Ég eiginlega bara man ekki hvenær mér var síðast ofboðið svona rosalega. Einhvern veginn voru kaupréttarsamningar Kaupþings-Búnaðarbankamanna ekkert í samanburði við þetta, því eiginlega bjóst maður alveg við þessu af þeim. Meira að segja stríðið í írak og Afganistan, gasárásir á Kúrda, morð Bandaríkjamanna á afgönskum börnum … ekkert af þessu kemst í hálfkvisti við hneykslun mína á þessum eftirlaunasamningi. Kannski út af því að maður býst alveg við ákveðinni hegðun af ofstækisfullum Bandaríkjaforsetum, múslímaklerkum, ísraelsmönnum, Heimdellingum o.s.frv. En einhvern veginn hélt maður að stjórnarandstaðan væri betri en það að láta kaupa sig með þremur silfurpeningum. Það sem mér finnst einna verst er að þegar mönnum er bent á þetta þá er ekki einu sinni eins og þeir skammist sín og sjái að sér eins og Kaupþings-Búnaðarbankamennirnir. Nei, það er lagt fram frumvarp um að fresta málinu. Fresta málinu!!! Svo sitja þessir herrar og frúr hjá og þykjast þannig saklaus af svínaríinu. Er þetta fólk veruleikafirrt með öllu? Skelfilegast er svo að sjá að það sé svona auðvelt að kaupa ungu Framsóknarmennina sem halda áfram að spila með sínu liði og selja sannfæringuna fyrir eftirlaunasamninga og forsætisráðherrastól handa formanninum! Já, mér er ofboðið og mér er líka ofboðið með því hvernig verkalýðshreyfingin hefur brugðist …. við eða ekki brugðist við réttara sagt. Jú, jú, einhverjir gullkálfar hóta að segja sig úr Samfylkingunni, eins og öllum sé ekki sama og þykjast þannig álíka saklausir af verknaðinum og þeir þingmenn sem ákváðu að sitja hjá. Ég efast ekki um að fólki með önnur laun en ráðherrarnir (þ.e.a.s. allir aðrir í verkalýðshreyfingunni nema formennirnir) er jafn ótrúlega mis-, of- (og hvaða önnur viðeigandi forskeyti sem hægt er að hugsa sér) boðið og mér. Hvernig væri að verkalýðshreyfingin hvetti fólk til að gera eitthvað til að reyna að koma í veg fyrir þetta?
Eftir allt þetta argaþras fór þó jólaskapið loksins að gera vart við sig:
21. desember
Nóg af því. Hér á Akureyri er allt á kafi í snjó og jólaljósin taka sig gasalega gegt út í sortanum. Aksjón var að veita verðlaun fyrir best skreyttu húsin í bænum (eða var það einhvert fyrirtæki sem veitti verðlaunin og Aksjón var bara að sýna frá því?). Skiptir ekki máli. Nema að húsin sem fengu verðlaun voru flest frekar smekkleg! Já mér þykir við hæfi að setja upphrópunarmerki. Þarna var um að ræða hús með seríum í ýmsum litum, kannski svona grýlukertaseríum og í mesta lagi upplýstum jólakrans á hurð og nokkrum skreyttum trjám í garði. Ég var ákaflega ánægður með að amerísku plastlíkneskin og yfirþyrmandi blikklýsingar fengu engin verðlaun.
Milli Jóla og Nýárs greip mig einhver innri friður og mér fannst lítið um þær hættur sem alltaf er verið að vara okkur við. Fannst frekar sem hér væri á ferð einhver hræðsluáróður í því markmiði að halda okkur góðum svo valdamennirnir eigi auðveldara með að stjórna okkur undir því yfirskini að þeir séu að vernda okkur.
29. desember 2003
Ég sá Bowling for Columbine um daginn. Stórkostleg mynd sem allir verða að sjá. Þar var mikið fjallað um óttavæðingu Bandaríkjanna. Mér finnst sem það sé verið að reyna að óttavæða heiminn. Hræða okkur með hryðjuverkum, kúariðu, HABL, gróðurhúsaáhrifum, El Nino, o.s.frv. Þegar niðurgangur drepur miklu fleiri í heiminum á hverju ári en nokkuð af þessu.
Ég komst að því í dag að fólk reynir yfirleitt að breyta rétt. Að gera réttu hlutina, taka réttu ákvarðanirnar. Þar af leiðir að sá heimur sem við búum í í dag er afleiðing af gerðum alls þessa fólks sem var allt að reyna að gera sitt besta. Við ömumst oft við því sem okkur finnst slæmt í heiminum og kennum um illsku annars fólks, heimsku þess eða röngum ákvörðunum í fortíðinni. Þannig hugsunarháttur hefur ekkert upp á sig. „Við lifum í þeim besta heimi sem hægt er að hugsa sér.“ Síðasta setning er stolin en ég ætla ekki að segja frá hverjum.
Ég endaði svo árið á því að velta aðeins fyrir mér stöðunni í pólitíkinni og þá einkum hvernig hún snéri að Samfylkingunni. Sú staða virðist lítið breytt sýnist mér.
31. desember 2003
Svo að stjórnmálunum. Ég er orðinn frekar þreyttur á Ingibjörgu Sólrúnu. Hún virðist hafa misst þetta áræði og ákveðni sem einkenndi hana sem borgarstjóra. Þá virtist sem hún gæti tekið hvern sem er og kveðið í kútinn. Núna er hún einhvern veginn bara einhver varaþingmaður sem á að vera voðalega merkilegur en enginn skilur út af hverju. Annars hafði ég alltaf verið mjög hliðhollur Össuri. Ég kaus hann meira að segja í formannskjörinu um árið. Núna er ég farinn að efast. Eftir klúðrið með einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og eftirlaunafrumvarpið var eins og hann hefði náð að klúðra rækilega. Bæði hann og Ingibjörg koma samt nokkuð vel út úr þessu SPRON máli. (Ég á reikning í SPRON en mér hefur samt aldrei verið boðið að gerast stofnfjáreigandi). Líklega hefði verið best að kjósa Hörð Tryggva á sínum tíma (eða var það Tryggvi Harðar?). Hvað um það. Ég tel að það færi best á því að finna einhvern annan til að verða formaður eftir tvö ár en annað hvort þeirra. Það vill reyndar svo vel til að ég sjálfur er að leita mér að góðri innivinnu sem er betur borguð en að vera grunnskólakennari.
Ætli ég reyni ekki að halda áfram með þessa upprifjunarviku á morgun ef ég hef geðheilsu til. Þá verða rifjaðir upp vetrarmánuðir 2004, svo vormánuðirnir og loks Batmanfærslunar. (Eða var það Humor.is-færslurnar?)
110026767009276660
Því miður verðu hlé á upprifjunarvikunni vegna augljósra orska. Þær má líka finna hér.
!!!! !! !!!!!!!!!! !!!!!!!!!!! !! !!!! !!!!!!!!! ! !!!!!!! !!!!! !!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!.!! ! !!! !!!!!! !!!!!!! !! !!!!!!!!!!! !!!! !!!! !! !!! !!!! !!!
!!!!! ! !!!!!!!!! !!!!!!!!.!!!! !! !!!! !!!! !! !!!!! !!!! !!!!! !!!!!!!!!! !!!
!!! !!!!! !!!!!!!! !! !!! !!!!!!.!!!!!!!!! !! !!!!!!!!! !! !!!!!!!,
!!!!! !! !!!!!!!!!!!!!!! ! !!!! !!!!!. !!!!! !!!!!!! !! !! !!!!!!. (RITSKOíAí)
Fæst orð bera minnsta ábyrgð