110044810435873427

Enn er haldið áfram með upprifjunarvikuna og ekkert dregið undan frekar en fyrri daginn.
Við byrjum strax eftir áramót og förum yfir reglur þær sem gilda um skil og skipti á jólagjöfum:

2. janúar 2004
1. Ef maður fær tvennt af einhverju má skipta öðru eintakinu fyrir hvað sem er.
2. Fötum sem passa ekki má skipta fyrir eins föt í­ réttri stærð (þó er heimilt að fá flí­kina í­ öðrum lit ef vill).
3. Óheimilt er að skipta gjöf af þeirri einföldu ástæðu að manni langi frekar í­ eitthvað annað.
4. Sé manni gefið eitthvað sem þykir annað hvort skelfilega smekklaust eða alger óþarfi má stinga því­ inn í­ geymslu þar sem það sést ekki en þetta er ekki næg ástæða til að skipta gjöfinni.
5. Snyrtivörum (rakspí­ra, ilmvötnum o.s.frv.) er heimilt að skipta fyrir þá lykt sem maður notar hafi maður fengið rangan ilm.
6. Gjafir sem eru heimatilbúnar ber að þakka fyrir sérstaklega hversu ömurlegar sem þær eru (þetta snýr reyndar ekki að skiptum enda ómögulegt að skipta heimatilbúinni gjöf).

Svo var náttúrulega vinnan að byrja svona eftir jólin og fyrsti dagurinn var náttúrulega alveg óstjórnlega áhugaverður:

5. janúar 2004
Þá er fyrsti vinnudagur ársins búinn. Bara svona stutt í­ upphafi til að koma sér í­ gang. Samt fannst mér svolí­tið skrýtið að hefja misserið svona á því­ að hafa fyrirlestur og fund frá 8:30 – 12:30 svona í­ staðinn fyrir að gefa okkur tí­ma til að undirbúa kennsluna. Fyrst var fyrirlestur um Uppbyggingarstefnuna. íkaflega áhugavert. Ég ætla að leyfa mér að birta hér hluta af lesefninu sem fylgdi fyrirlestrinum. Hér er ví­sindaleg útskýring á innri áhugahvöt: „Hún hjálpar okkur að skilja það, hvernig manneskjan leitast stöðugt við í­ ákveðnum tilgangi og á mörgum vitundarstigum, að ná markmiðum sí­num og fullnægja þörfum sí­num í­ sí­breytilegu umhverfi.“ Það var nú einmitt það. Um Uppbyggingarstefnuna er einnig sagt: „Hægt er að tala þannig um aðferðina sérstaklega og bera saman við aðrar uppeldisaðferðir og segja að hún sé lí­fsgildismiðuð fremur en reglumiðuð.“ Gott að hafa það á hreinu. Samt er náttúrulega stórkostlegast að lesa þetta: „íherslan færist frá ótta til óttaleysis, frá ytri stjórn til innri stjórnar, frá ytri hvatningu til innri hvatningar, frá umbun og refsingu til eigin lausnar á vanda, frá talhlýðni til sjálfsaga, frá reglum til lí­fsgilda, frá skömm til hugprýði, frá útskúfun til endurkomu og sátta, frá vonleysi og uppgjöf til sjálfstrausts og bjartsýni.“ Vá! Allt þetta er einungis að finna á fyrstu blaðsí­ðu þessa fjögurra sí­ðna dreifildis sem heldur áfram á svipuðum nótum.

Stærsta fréttin í­ janúar var svo náttúrulega þegar Dóri Grí­ms þrælapí­skari, mannhatari og mannvitsbrekka fann upp á sitt einsdæmi öll gereyðingarvopnin í­ írak:

15. janúar 2004
Til að byrja með er hún alveg bráðskondin þessi frétt af gömlu sprengihylkjunum sem Danir fundu í­ Suður-írak um daginn. Frá upphafi var ljóst að þetta voru gömul sprengihylki frá íran-írak strí­ðinu sem var búið að setja til hliðar og meira að segja nota í­ undirstöður vega (þetta virðist nú vera talsvert í­tarleg leit hjá þeim ef þeir eru farnir að grafa vegina í­ sundur). Þessu hampaði Halldór ísgrí­msson sem heimsviðburði! Merkilegt að Utanrí­kisráðherra þjóðarinnar sé svo vel að sér í­ heimsmálunum að vita ekki að svona tóm sprngjuhylki (eða með einhverju glundri í­) finnast í­ írak nánast á hverjum degi og er ekki haft hátt um það þar sem þeir fengu þær flestar (eða glundrið í­ þeim) frá Bandarí­kjunum og Bretlandi. Það voru heldur ekki þessi vopn sem menn áttu við þegar talað var um gereyðingarvopnin í­ írak. Það vissu allir að Saddam hafði notað efnavopn á írani og Kúrda. Það var bara öllum sama, þ.m.t. Halldóri ísgrí­mssyni.

Svo voru lí­ka kosningar í­ Færeyjum:

21. janúar 2004
í útvarpinu í­ gær var verið að tala við fréttaritara útvarpsins í­ Færeyjum og ljóst að útvarpsmaðurinn gat ómögulega skilið hvernig stæði á því­ að allir Færeyingar kysu ekki flokkana sem eru að berjast fyrir sjálfstæðinu. Fréttaritarinn var einnig dyggur stuðningsmaður Anfinns Karlsberg og á honum mátti skilja að maðurinn væri nánast dýrlingur þrátt fyrir einhverja fjármálaglæpi fyrir 22 árum sí­ðan. „Allt slí­kt er auðvitað löngu fyrnt.“ sagði fréttaritarinn og virtist ekkert skilja í­ því­ afhverju maðurinn hefði verið að segja af sér. „Hann skilar mjög góðu búi.“ voru ummæli fréttaritarans. Á fréttum Stöðvar 2 í­ morgun var hins vegar að skilja að núverandi stjórnvöld hefðu klúðrað efnahagsmálum Færeyja en haldið velli þrátt fyrir það væntanlega vegna þess að naumur meirihluti Færeyinga er hlynntur sjálfstæðisbaráttunni. Hvor túlkunin er rétt veit ég ekki en hitt er áhugavert hvað þessi sjálfstæðisbarátta Færeyinga virðist skipta okkur Íslendinga miklu meira máli en þá sjálfa.

Smá hugleiðing lí­ka þegar fór að lí­ða að Bóndadegi:

23. janúar 2004
Konur, ef þið elskið mennina ykkar ekki gefa þeim blóm! Karlmenn vilja ekki fá blóm á Bóndadaginn. Viðurkennið það lí­ka ef þið kaupið blóm þá eruð þið að kaupa þau fyrir ykkur sjálfar.

Eitthvað var ég lí­ka að hugsa um stjórnmálin á Bretlandseyjum og hafði þetta við þau að athuga:

28. janúar
Þá er Blair sloppinn fyrir horn og búinn að eyðileggja breska skólakerfið og brjóta sitt helsta kosningaloforð. í fréttunum á Stöð 2 í­ morgun var það kallað óáhugavert mál! Það er skelfilegt til þess að hugsa að þetta er maðurinn sem Össur og Ingibjörg lí­ta upp til sem leiðtoga lí­fs sí­ns.

Að lokum vil ég segja að mér finnst ákaflega þægilegt að upprifjunarvikuna skuli bera upp akkúrat núna og ég þurfi því­ ekki að segja frá því­ sem mér raunverulega býr í­ brjósti þessa dagana. Ég er bara ekki reiðubúinn til þess ennþá.
Kennarar í­ Giljaskóla ætla að hittast kl. 17 í­ dag, stjórn BKNE ætlar að hittast í­ kvöld þegar varaformaðurinn kemur aftur norður af formannafundinum í­ Reykjaví­k, svo ætlum við að hafa trúnaðarmannafund á morgun og þá vonandi kemur í­ ljós hvað hægt verður að gera.
Ave