110019254556827415

Þá hefst upprifjunarvikan mikla í­ tilefni af því­ að í­ dag er ár sí­ðan ég hóf bloggmennsku. Við skulum byrja á að rifja upp fyrstu bloggfærsluna:

11. nóvember 2003
Jæja, þá er ég að byrja á blogginu mí­nu. Ég veit ekki einu sinni hvort ég þarf að setja dagsetninguna inn hérna? í dag er 11. nóvember. Ég á örugglega eftir að læra á þetta betur.

Ég var að hugsa um að segja eitthvað um öll þessi mótmæli þegar á að fara að byggja stór og falleg hús hér á þessu landi. Það er augljóst að mörlandinn er ekki orðinn neinn borgarfugl. Þetta er svona mó- og vallendislið sem vill halda í­ sveitasæluna (í­ Fossvoginum!). Mér finnast þessar nýju blokkir smart. Húsið sem á að byggja þar sem Austurbæjarbí­ó er er lí­ka eitt af flottustu fjölbýlishúsum sem ég hef séð teikningar að. Verst að mótmælendurnir eru alltaf mun háværari en allt fólkið sem vill hlutina. Ég býst við að okkur hinum sé meira sama. Aldrei dytti mér í­ hug að halda fundi og berjast fyrir því­ að þessar blokkir verði byggðar. Hins vegar myndi ég kannski gera það ef ég teldi mig þurfa að mótmæla einhverju. Hvað getur maður lært af þessu? Jú, það á ekki alltaf að taka mótmæli mjög alvarlega. Þau eru yfirleitt mun háværari og meira áberandi en raunveruleg mótstaða í­ samfélaginu. (Væri ekki sniðugt að taka bara skoðanakönnun um þessar blokkir þarna í­ Lundi)?

Þarna er augljós byrjendabragur á. Slegið í­ og úr og markmiðið kannski frekar að segja eitthvað frekar en ekki neitt. í dag er ég alls ekki á því­ að þessar blokkir í­ Lundi hafi verið góð hugmynd. Reyndar ekki útivistarsvæði heldur. Þarna mætti byggja þétta byggð þriggjahæða húsa svipað og í­ Þingholtunum.
Þessi tí­mi á sí­ðasta ári var um margt ólí­kur því­ að vera í­ verkfalli. Þessi færsla frá 14. nóvember lýsir erilsemi kennaralí­fsins.

14. nóvember 2003
Jæja. Þá er kominn föstudagur og vinnuvikan að fara að taka enda. Ég sendi ekkert inn í­ gær, enda var gærdagurinn með ólí­kindum annasamur. Þannig að það var ekki ég sem setti hér upp Tag-board og tók það svo út þegar það virkaði ekki (í­slensku stafirnir komu ekki). Það var ekki heldur ég sem setti upp þetta comments kerfi í­ staðinn. Nei, allt þetta á ég elskunni minni henni Gullu að þakka.

En aftur að gærdeginum. ístæðan fyrir öllum þessum önnum var sú að í­ dag var haldið upp á dag í­slenskrar tungu á unglingastiginu (sjá skoðun mí­na á svona atburðum í­ pósti frá því­ á miðvikudaginn) og krakkarnir voru að útbúa myndband sem þau sýndu svo áðan. Það var svona í­ stí­l við sjónvarpsþáttinn 70 mí­nútur og var bara virkilega skemmtilegt. En að þessu voru þau sem sagt að vinna þangað til klukkan 17 í­ gærdag. Þar að auki þurfti ég að fara á tvo fundi um eftirmiðdaginn (hvað er að verða um þetta kennarastarf)? í heildina fékk ég 25 mí­nútna hlé yfir daginn og það rétt dugði til að borða hádegismatinn. Þannig að ég var orðinn verulega úrvinda um kvöldmatarleytið.

En aftur að degi í­slenskrar tungu. Það komu sem sagt allir skólarnir á Akureyri hingað og voru með ræðuhöld. Ath. ekki keppni! Það fannst mér sniðugt, enda tók ég sjálfur þátt í­ svona ræðukeppnum (já ég nota orðið keppni í­ fleirtölu!) þegar ég var í­ Menntaskólanum. Mí­n reynsla var sú að ef það var ekki því­ augljósara hvort liðið var betra urðu alltaf vandræði með dómgæslu, enda ræðumennska (og eflaust sitthvað fleira) þannig að nánast ógerlegt er að dæma hana hlutlægt. Eftir að hafa verið ræðumaður í­ fimm ár og sí­ðan þjálfari og dómari í­ þessu öllu saman hef ég þannig snúist 180 gráður og finnst þetta núna með öllu fáránlegt.

Jæja, BB í­ B.

Ég lét þetta þó ekki nægja þennan dag því­ skömmu seinna fékk ég kynningarbækling um nýjan 5000 króna seðil og það er við hæfi að rifja upp hvað ég hafði að segja um hann í­ ljósi þess að nýlega kom samskonar bæklingur um nýja 1000 kallinn.

Ég fékk eins og allir aðrir, býst ég við, kynningarbækling um nýja 5000 kallinn inn um lúguna í­ dag. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á tilganginum með þessu og nýju öryggisþættirnir vefjast svolí­tið fyrir mér. Hefði ekki verið betra að láta svona nýjan 5000 kall fylgja með svo maður gæti skoðað þetta betur?

Svo byrjuðu jólin náttúrulega í­ nóvember eins og alltaf og ákveðin stemming að nöldra út af því­. Halldór ísgrí­msson var lí­ka að klikka á Hringadróttinssamlí­kingunum og mér fannst tilvalið að hnýta í­ það.

19. nóvember 2003
Aftur eru jólin að byrja alltof snemma. Það kvarta allir og kveina yfir Þessu en samt breytist þetta aldrei. Færist bara framar ef eitthvað er. Eiginlega orðinn hluti af jólastemmingunni að kvarta svolí­tið yfir þessu jólastressi í­ nóvember.

Rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar Halldór ísgrí­msson tók Hringadróttinssögu lí­kinguna sí­na fyrir kosningar og klúðraði fræðunum svo gjörsamlega að ljóst var að hann hafði aldrei lesið þessa bók. Greip bara titilinn Turnarnir tveir og sneri því­ upp á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Sjálfur tók hann sér hlutverk Fróða. Hann áleit augsýnilega að turnarnir væru ísarngerði og Mordor, hvort tveggja tákngerfing hins illa. Turnarnir voru hins vegar annars vegar Minas Tirith, höfuðborg Gondor og útvörður frjálsra manna gegn ofurveldi Mordors og hins vegar Minas Morgul, höfuðví­gi hringvomanna sem gengu erinda Saurons hins illa. Það er spurning um það hver gangi þeirra erinda í­ í­slenskri pólí­tí­k. Helst dettur manni í­ hug rí­kisstjórnin og hundsháttur þeirra gagnvart strí­ðsrekstri Bandarí­kjanna. Það þýðir að stjórnarandstaðan er Minas Tirith en mér finnst það heldur mikið lagt á mjóar herðar. Sé að minnsta kosti engan þar sem er nokkur Gandalfur. Kannski er Stebbi Páls Fróði? Hann hefur a.m.k. krullurnar!

Þetta fór ég sem sagt að rifja upp meðan ég var að lesa nýju Harry Potter bókina fyrir strákana. Það var eitthvað við Voldemort sem minnti mig svo sterkt á Sjálfstæðisflokkinn og Lucius Malfoy bara hlýtur þá að vera Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Galdramálaráðuneytið er lí­ka dæmigerður Framsóknarflokkur og Cornelius Fudge er mun lí­kari Halldóri ísgrí­mssyni en Fróði nokkurn tí­mann. Þarna reyndar endaði þessi samlí­king því­ eins og áður var erfitt að finna stjórnarandstöðuna þarna. Er Hogwart Samfylkingin og Fönixreglan Vinstri-Grænir? Eða er Fönixreglan Samfylkingin og Harry, Ron og Hermoine Vinstri-Grænir? Steingrí­mur, Ögmundur og Katrí­n! Eða eru þau kannski Frjálslyndir? Er Hermoine Granger Ingibjörg Sverris? A.m.k. er Lúna Lovegood örugglega Kolbrún Halldórs.

Seinna þennan sama mánuð fannst mér stórskemmtilegt að lesa veftí­maritin Múrinn og Kreml og hér er ástæðan:

25. nóvember 2003
Ég get nú bara ekki orða bundist af kæti. Ég var að lesa svo skemmtilegar greinar á Kreml og Múrnum.

Á Kreml er ráðist á Daví­ð Oddson af offorsi. Af hverju? Jú, af því­ að hann réðst á stjórnendur Kaupþings-Búnaðarbanka. Á Kreml s.s. lesa þeir yfir hausamótunum á Daví­ð með tilvitnunum í­ Passí­usálmana um að menn eigi ekki að rjúka til og dæma aðra. Meira að segja ásaka þeir hann um hræsni! Það hljóta fleiri en ég að sjá kaldhæðnina í­ þessu og vera skemmt.

Á Múrnum er hins vegar verið að fjalla um Flauelsbyltinguna í­ Georgí­u og henni fundið flest til foráttu. Edvard Shevardnadze hafi jú verið réttkjörinn forseti landsins. Að ví­su viðurkennir greinarhöfundur að það hafi verið vegna kosningasvindls en segir engu að sí­ður að það sé alls ekki ví­st að Saakashvili, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði unnið annars. Það s.s. skiptir öllu máli fyrir þá Múrverja hvort það eru vinstri- eða hægrimenn sem svindla í­ kosningum. Annars veit ég ekki hvort Shevardnadze geti talist vinstrimaður en hann er a.m.k. fyrrverandi kommúnisti og þá finnst Múrverjum óverjandi að gagnrýna hann.

Eitthvað fannst Sverri Jakobssyni ég hafa misskilið grein hans um Shevardnadze og það getur vel verið að svo hafi verið. Þess vegna tók ég mig til og skrifaði heila ritgert um stjórnmál í­ Georgí­u og birti 27. nóvember. Hún er hings vegar svo löng og þurr lesning að ég nenni ekki að birta hana aftur. Þið getið bara flett henni upp undir Gamalt ef þið viljið.
Læt ég þá þessari upprifjun á nóvembermánuði sí­ðasta árs lokið. Upprifjunarvikan heldur áfram á morgun en þá verða heitustu málefni desembermánaðar 2003 tekin fyrir.
Góðar stundir.