110035250507335775

Verður þá haldið áfram með upprifjunarvikuna. (Lí­ðan mí­n vegna nýafstaðinna atburða er svo undarleg að ég treysti mér ekki til að tjá mig um þá með ábyrgum hætti).

Við skulum byrja 1. desember en þá voru Spegilsmál mikið á dagskrá:

… Rétt eins og ég sagði áðan þá sýnir Spegillinn oft aðra hlið á málunum en þá viðteknu. Þá hlið sem er reifuð í­ fréttum. Þannig var marktækur munur á umfjöllun frétta um íraksstrí­ðið og umfjöllun Spegilsins um sama efni. Ef það á að ásaka Spegilinn um vinstrislagsí­ðu fyrir þetta hlýtur maður jafnframt að draga þá ályktun að í­ hefðbundnum fréttum, þar sem birtar eru athugasemdalaust fréttatilkynningar frá Bandarí­kjaher og í­sraelsku rí­kisstjórninni, hljóti þá að vera slagsí­ða í­ hina áttina. A.m.k. get ég stundum ekki orða bundist þegar verið er að fjalla um ísrael í­ sjónvarpsfréttunum (á báðum stöðvum). Þrátt fyrir þetta vil ég ekki taka undir þá gagnrýni að Spegillinn sé „vinstriþáttur …

Ég hélt lí­ka áfram að tjá mig um ástandið í­ Georgí­u. Það land var mér hugleikið á þessum tí­ma:

7. desember 2003
Ég las það á textavarpinu í­ gær að Rússar væru að ásaka Bandarí­kjamenn um að hafa haft hönd í­ bagga með Flauelsbyltingunni í­ Georgí­u (ég veit að sumum finnst ákaflega pirrandi að kalla þetta Flauelsbyltinguna). Það kom mér svo sem ekkert á óvart enda skrifaði ég um það í­ lærðri grein um stjórnmál í­ Georgí­u 27. nóvember. Annars virðist Georgí­u bera æ oftar á góma þessa dagana. Ég er t.d. að lesa bókina Darwin’s Radio eftir Greg Bear, en hún gerist að hluta til í­ Georgí­u. Eftir að hafa lesið lýsingarnar í­ bókinni á landslaginu, menningunni og litlu þorpunum með hlöðnum húsum í­ skógivöxnum og þröngum dölum Kákasusfjallanna, þá er mig farið að dauðlanga að fara þarna sjálfur. Kannski að ég fari bara í­ netleiðangur í­ dag og skoði þetta allt saman!

Svo fékk ég sent bréf frá serbneska sósí­alistaflokknum og hef enn ekki hugmynd um hvernig þeir höfðu upp á nafninu mí­nu.

11. desember 2003
Ég fékk þetta dásamlega bréf frá serbneska sósí­alistaflokknum í­ dag og fannst sem ég þyrfti að deila því­ með einhverjum:

10. December 2003.
L o z n i c a
Serbia&Monte Negro

Dear comrades,

in the upcoming years we will have difficulties with new form of social
problems. Globalization and new form of Imperialism are taking their
price. Only together and each others we could win that fight for Freedom
and Human Rights. Also there is a way, for all 6 billion citizens, from all
countries around the world. It is a way of Left.
I wish you more success and more struggle in the field of Left in the year
2004.
Also in the 2004 you are invited to visit Socialist party of Serbia. We
could help Left only buy giving support and if we have knowledge between
us.
Also I will be very happy if you send me e-mail address of youth of your
organization, because youth I am representing are very interested in
connecting.

Best Regards

Milinko Isakovic
Main Committee
Socialist party of Serbia
+381 64 2050090
milinkoi@fiaz.co.yu

Já það er gaman að fá svona bréf. Sí­ðar í­ mánuðinum skrifaði ég um innrásina í­ írak og svo að sjálfssögðu um eftirlaunafrumvarpið:

15. desember 2003
Þetta sem að framan er ritað er svolí­tið siðlaust en þó ekki jafn siðlaust og starfslokasamningur Daví­ðs Oddssonar sem gengur undir nafninu „Frumvarp um peninga handa mér“ eða eitthvað svoleiðis. Ég eiginlega bara man ekki hvenær mér var sí­ðast ofboðið svona rosalega. Einhvern veginn voru kaupréttarsamningar Kaupþings-Búnaðarbankamanna ekkert í­ samanburði við þetta, því­ eiginlega bjóst maður alveg við þessu af þeim. Meira að segja strí­ðið í­ írak og Afganistan, gasárásir á Kúrda, morð Bandarí­kjamanna á afgönskum börnum … ekkert af þessu kemst í­ hálfkvisti við hneykslun mí­na á þessum eftirlaunasamningi. Kannski út af því­ að maður býst alveg við ákveðinni hegðun af ofstækisfullum Bandarí­kjaforsetum, múslí­maklerkum, ísraelsmönnum, Heimdellingum o.s.frv. En einhvern veginn hélt maður að stjórnarandstaðan væri betri en það að láta kaupa sig með þremur silfurpeningum. Það sem mér finnst einna verst er að þegar mönnum er bent á þetta þá er ekki einu sinni eins og þeir skammist sí­n og sjái að sér eins og Kaupþings-Búnaðarbankamennirnir. Nei, það er lagt fram frumvarp um að fresta málinu. Fresta málinu!!! Svo sitja þessir herrar og frúr hjá og þykjast þannig saklaus af sví­narí­inu. Er þetta fólk veruleikafirrt með öllu? Skelfilegast er svo að sjá að það sé svona auðvelt að kaupa ungu Framsóknarmennina sem halda áfram að spila með sí­nu liði og selja sannfæringuna fyrir eftirlaunasamninga og forsætisráðherrastól handa formanninum! Já, mér er ofboðið og mér er lí­ka ofboðið með því­ hvernig verkalýðshreyfingin hefur brugðist …. við eða ekki brugðist við réttara sagt. Jú, jú, einhverjir gullkálfar hóta að segja sig úr Samfylkingunni, eins og öllum sé ekki sama og þykjast þannig álí­ka saklausir af verknaðinum og þeir þingmenn sem ákváðu að sitja hjá. Ég efast ekki um að fólki með önnur laun en ráðherrarnir (þ.e.a.s. allir aðrir í­ verkalýðshreyfingunni nema formennirnir) er jafn ótrúlega mis-, of- (og hvaða önnur viðeigandi forskeyti sem hægt er að hugsa sér) boðið og mér. Hvernig væri að verkalýðshreyfingin hvetti fólk til að gera eitthvað til að reyna að koma í­ veg fyrir þetta?

Eftir allt þetta argaþras fór þó jólaskapið loksins að gera vart við sig:

21. desember
Nóg af því­. Hér á Akureyri er allt á kafi í­ snjó og jólaljósin taka sig gasalega gegt út í­ sortanum. Aksjón var að veita verðlaun fyrir best skreyttu húsin í­ bænum (eða var það einhvert fyrirtæki sem veitti verðlaunin og Aksjón var bara að sýna frá því­?). Skiptir ekki máli. Nema að húsin sem fengu verðlaun voru flest frekar smekkleg! Já mér þykir við hæfi að setja upphrópunarmerki. Þarna var um að ræða hús með serí­um í­ ýmsum litum, kannski svona grýlukertaserí­um og í­ mesta lagi upplýstum jólakrans á hurð og nokkrum skreyttum trjám í­ garði. Ég var ákaflega ánægður með að amerí­sku plastlí­kneskin og yfirþyrmandi blikklýsingar fengu engin verðlaun.

Milli Jóla og Nýárs greip mig einhver innri friður og mér fannst lí­tið um þær hættur sem alltaf er verið að vara okkur við. Fannst frekar sem hér væri á ferð einhver hræðsluáróður í­ því­ markmiði að halda okkur góðum svo valdamennirnir eigi auðveldara með að stjórna okkur undir því­ yfirskini að þeir séu að vernda okkur.

29. desember 2003
Ég sá Bowling for Columbine um daginn. Stórkostleg mynd sem allir verða að sjá. Þar var mikið fjallað um óttavæðingu Bandarí­kjanna. Mér finnst sem það sé verið að reyna að óttavæða heiminn. Hræða okkur með hryðjuverkum, kúariðu, HABL, gróðurhúsaáhrifum, El Nino, o.s.frv. Þegar niðurgangur drepur miklu fleiri í­ heiminum á hverju ári en nokkuð af þessu.

Ég komst að því­ í­ dag að fólk reynir yfirleitt að breyta rétt. Að gera réttu hlutina, taka réttu ákvarðanirnar. Þar af leiðir að sá heimur sem við búum í­ í­ dag er afleiðing af gerðum alls þessa fólks sem var allt að reyna að gera sitt besta. Við ömumst oft við því­ sem okkur finnst slæmt í­ heiminum og kennum um illsku annars fólks, heimsku þess eða röngum ákvörðunum í­ fortí­ðinni. Þannig hugsunarháttur hefur ekkert upp á sig. „Við lifum í­ þeim besta heimi sem hægt er að hugsa sér.“ Sí­ðasta setning er stolin en ég ætla ekki að segja frá hverjum.

Ég endaði svo árið á því­ að velta aðeins fyrir mér stöðunni í­ pólití­kinni og þá einkum hvernig hún snéri að Samfylkingunni. Sú staða virðist lí­tið breytt sýnist mér.

31. desember 2003
Svo að stjórnmálunum. Ég er orðinn frekar þreyttur á Ingibjörgu Sólrúnu. Hún virðist hafa misst þetta áræði og ákveðni sem einkenndi hana sem borgarstjóra. Þá virtist sem hún gæti tekið hvern sem er og kveðið í­ kútinn. Núna er hún einhvern veginn bara einhver varaþingmaður sem á að vera voðalega merkilegur en enginn skilur út af hverju. Annars hafði ég alltaf verið mjög hliðhollur Össuri. Ég kaus hann meira að segja í­ formannskjörinu um árið. Núna er ég farinn að efast. Eftir klúðrið með einkarekstur í­ heilbrigðiskerfinu og eftirlaunafrumvarpið var eins og hann hefði náð að klúðra rækilega. Bæði hann og Ingibjörg koma samt nokkuð vel út úr þessu SPRON máli. (Ég á reikning í­ SPRON en mér hefur samt aldrei verið boðið að gerast stofnfjáreigandi). Lí­klega hefði verið best að kjósa Hörð Tryggva á sí­num tí­ma (eða var það Tryggvi Harðar?). Hvað um það. Ég tel að það færi best á því­ að finna einhvern annan til að verða formaður eftir tvö ár en annað hvort þeirra. Það vill reyndar svo vel til að ég sjálfur er að leita mér að góðri innivinnu sem er betur borguð en að vera grunnskólakennari.

Ætli ég reyni ekki að halda áfram með þessa upprifjunarviku á morgun ef ég hef geðheilsu til. Þá verða rifjaðir upp vetrarmánuðir 2004, svo vormánuðirnir og loks Batmanfærslunar. (Eða var það Humor.is-færslurnar?)