110235883032754312

51% Kennara hafa samþykkt nauðungarsamninginn. Sem betur fer er það þó minna hlutfall en samþykkti sí­ðustu samningsómynd sem var um 53%. Ég vona að þetta verði ekki til að eyðileggja skólastarf til langframa en ég er þó ansi hræddur um það. Héðan í­ frá verða kröfur til skólastarfs þær að börnin geti verið þar án þess að starfsmenn fari í­ verkfall. Menntunin er aukaatriði. Ég mun a.m.k. aldrei samþykkja verkfall aftur. Ekki ef niðurstaða þess eru lög, skí­tkast fávita í­ samfélaginu sem ekkert vita né geta hugsað um nema sinn eigin rass og svo að naumur meirihluti stéttarinnar skrí­ður á hnjánum til höfðingjanna og sleikir höndina sem barði hana. Kennarar sem fóru stoltir í­ verkfall og sýndu samstöðu sem aðrar stéttir hefðu mátt vera stoltar af, m.a. felldu ömurlega miðlunartillögu með 93% atkvæða hafa nú glatað allri virðingu, stolti og reisn. Samþykkt þessa samnings er jafngild yfirlýsingu um það að við séum aumingjar. Sjálfur hafði ég hugsað mér að taka frekari þátt í­ starfi Félags grunnskólakennara en nú sé ég að 51% stéttarinnar sættir sig við að láta koma svona fram við sig. 49% kennara er ég stoltur af. Ég get skilið að fólk hafi sagt nei, ég get skilið að fólk hafi skilað auðu af ótta við gerðardóm og ég get skilið að fólk hafi ógilt atkvæði sí­n. Ég gerði það sjálfur til þess að skrifa skilaboð á seðilinn sem voru nokkurn vegin samhljóða því­ sem ég er að segja hér, þó í­ styttra máli.
Ef þú sem lest þetta ert grunnskólakennari þá færðu samúðarkveðjur frá mér.