110494685773335754

í miðju kennaraverkfallinu skrifaði Þráin Bertelsson bakþanka í­ Fréttablaðið þar sem hann lí­kti kennurum við gí­slatökumennina í­ Beslan. Þá varð ég sár. Ekki vegna þess að Þráni mætti ekki finnast verkfall slæm baráttuaðferð heldur vegna þess að mér fannst samlí­kingin ákaflega ósmekkleg.
Nokkru eftir kennaraverkfallið skrifaði Þráin svo aftur bakþanka og réðst í­ það sinn á trúleysingja og eignaði þeim nánast alla þá ókosti sem hingað til hafa einkum þótt einkenna ofsatrúarmenn, s.s. rasisma, ofstæki og siðleysi. (En eins og kunnugt er á nútí­ma siðferði einkum rætur sí­nar að rekja til upplýsingarinnar og húmanismans og er því­ mun frekar afleiðing minnkandi áhrifa trúarbragða en aukinna.) Þessari grein Þráins mótmæltu margir trúleysingjar og meira að segja trúarbragðafræðingar urðu til þess að leiðrétta orð Þráins um trúleysingja. Hann baðst enda afsökunar á þessu en aldrei baðst hann afsökunar á orðum sí­num um kennara í­ kennaraverkfallinu.
Það var því­ mjög ánægjulegt að lesa bakþanka Þráins í­ Fréttablaðinu í­ dag þar sem hann segir m.a.:
„…að virðing kennarastarfsins er á uppleið eftir því­ sem kennarar þurfa að aðlaga sig flóknari veruleika…“
Ég votta Þráni virðingu mí­na fyrir þetta. Og þá komum við einmitt að nýársheitinu mí­nu sem er eiginlega að fylgja að vissu leyti í­ fótspor Þráins.
Ég ætla að reyna að bæta sjálfan mig því­ batnandi mönnum er best að lifa.
Stór orð en ég vona að ég geti staðið við þau (hingað til hef ég aldrei náð að halda nýársheit). Enginn er hins vegar dómari í­ eigin sök og það verða aðrir að dæma um það að ári liðnu hvort markmiðið hafi náðst.