110468839480546760

Eftir að hafa í­hugað málið hef ég komist að því­ að árið 2004 var svokallað Annus Horribilis. Sérstaklega fyrir mig persónulega en lí­ka fyrir þjóðina held ég.

Það sem hæst ber í­ mí­nu eigin lí­fi er náttúrulega skelfilegt verkfall, vonlaus kjarabarátta og að hafa verið fórnarlamb mannréttindabrots og sjúklegra fordóma stórs hluta samfélagsins gagnvart þeirri starfsétt sem ég tilheyri. Þar að auki steypti ég mér í­ enn frekari skuldir, bæði með í­búðarkaupum og eins til að lifa af verkfallið.

Þjóðin situr hins vegar uppi með að siðleysinginn Halldór ísgrí­msson er orðinn forsætisráðherra og dómsmálaráðherra er maður sem hefur náð að stofna í­slenskan her og stefnir að því­ að stofna leyniþjónustu. Stærri stjórnarflokkurinn virðist hafa það helst á stefnuskrá sinni að skipa vini sí­na í­ feit embætti, hvort sem það eru dómarar, sendiherrar eða Landhelgisgæsluforstjórar. Helstu forsvarsmenn þess flokks telja lí­ka jafnréttislög vera barn sí­ns tí­ma og jafnréttismál gervimál. Undirlægjuflokkurinn reynir svo að apa eftir stóra bróður þegar kemur að því­ að velja „hæfasta“ fólkið í­ ráðherraembætti því­ það eru auðvitað karlar.

Á meðan hafa bankar og stórfyrirtæki haldið áfram að maka krókinn og nú er útrásin svo æðisleg að menn eins og Guðmundur Steingrí­msson sem ég held að sé skynsamur tala um að „við“ höfum verið að kaupa Magasí­n í­ Kaupmannahöfn. Ekki kannast ég við að hafa verið að kaupa neina búðarholu í­ Höfn. Mér finnst ákaflega undarlegt að fyllast einhverju stolti yfir því­ að einhverjir Íslendingar hafi náð að hagnast svo gí­furlega miðað við það sem áður þekktist að þeir eru farnir að fjárfesta talsvert í­ útlöndum. Jú, jú, gott fyrir þá, en það skiptir mig engu máli hvort eigandi Magasí­n í­ Kaupmannahöfn heitir Jón ísgeir eða Jan Olsen. Ég ber þó ákveðna virðingu fyrir Jóni ísgeiri umfram menn sem hafa aðallega hagnast á því­ að fá nánast gefnar þjóðareignir eins og bankana og hagnast á því­. Það verður gaman að sjá hver fær Sí­mann gefins.

Ég býst fastlega við því­ að árið 2005 verði gæfurí­kara en það ár sem er liðið enda þyrfti það að verða ansi slæmt til að slá því­ við. Ég geri ráð fyrir að Gulla fari í­ framhaldsnám og að ég ákveði loksins hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ég geri einnig ráð fyrir að ég þurfi ekki að flytja á þessu ári og vonandi ekki í­ nálægri framtí­ð heldur.

Að lokum eru svo að mótast nýársheit hjá mér sem ég held jafnvel að ég geti staðið við. Ég ætla að vinna aðeins betur í­ þeim áður en ég birti þau opinberlega.