110461887627746242

sem betur fer hlustaði ég hvorki á áramótaávarp forsætisráðherra né nýársávarp forsetans. hins vegar hef ég ekki komist hjá því­ að heyra vitnað í­ ýmislegt úr því­ sí­ðara. þó merkilegt sé virðast fréttamenn ekki hafa fundið nokkuð til að vitna í­ í­ ávarpi forsætisráðherra.
en forsetinn talaði sem sagt um mikilvægi þess að ná sátt um Menntakerfið. Það held ég að sé algerlega ómögulegt. Það er nefnilega svo misjafnt hvað menn vilja fá út úr því­ kerfi. foreldrar og kennarar, nemendur og væntanlega fræðimenn vilja að það sé mjög gott, í­ fremstu röð í­ Heiminum og helst ókeypis fyrir notendur, þ.e.a.s. hluti af Velferðarkerfinu. sveitarstjórnir vilja að það sé sæmilegt, uppfylli nauðsynlegar kröfur, notendur séu sæmilega sáttir og kosti sem minnst. rí­kisstjórnin vill helst ekkert af því­ vita, að landsmenn séu sem minnst menntaðir svo þeir séu ódýrt vinnuafl og forsetinn virðist hafa verið á þessari sömu skoðun í­ gegnum tí­ðina. hann setti t.d. lög á kjarasamning kennara á sí­num tí­ma til að liðka til fyrir svo kallaðri þjóðarsátt og svo skrifaði hann undir önnur lög nú um daginn til að taka grundvallarmannréttindi af kennurum. þegar svona maður talar um sátt um Menntakerfið get ég því­ ekki tekið hann alvarlega. allar hans gjörðir stangast á við þessi orð hans.
það sem fyllti mælinn var samt þegar talið var upp hverjir hlytu fálkaorðuna. þar var sem sagt að finna öðlinginn kristján þór júlí­usson sem hefur einungis verið þekktur fyrir upphlaup og blekkingar og svo lí­ka að brjóta Jafnréttislög. ég held að hans eina pólití­k sé að halda konum niðri.
í­ þessari bloggfærslu hef ég tekið upp þá nýjung að notast eingöngu við stóra stafi í­ orðum sem mér finnast eiga þá skilið. ég veit ekki hvort ég kem til með að halda mig við þetta en það gæti verið gaman að reyna. nýársheit bí­ða betri tí­ma.