110546580997758506

Við erum byrjuð að æfa leikritið „Taktu lagið Lóa“ í­ Freyvangsleikhúsinu. Æðislega gaman. Svo ætlar leiklistavalið uppi í­ skóla að setja upp leikritið „Þá var kátt í­ koti“ í­ vor en ég hef umsjón með því­. Það er því­ nóg að gera á leiklistarsviðinu.

Frá því­ um Jólin er búin að vera alveg skelfileg lykt hérna í­ tölvuskotinu. Við Gulla vorum farin að halda að það væri kominn fúkki í­ húsið eða að það væri eitthvað skelfilegt á seyði hérna niðri í­ kjallara fyrir neðan okkur. Það er nefnilega lokuð geymsla hérna fyrir neðan og aldrei að vita hvað gæti verið að rotna eða mygla í­ henni. Hins vegar komumst við að því­ núna um daginn að lyktin stafaði af forláta úlnliðsstuðningsgelpúða sem strákarnir gáfu Gullu í­ afmælisgjöf. Okkur létti stórum og það merkilega er að lyktin skánaði til muna þegar við vissum af hverju hún var.