Jæja, þá er ég búinn að hlusta á nokkur Eurovisionlög, þ.e. lögin frá Slóveníu, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi og Grikklandi. Hugsanlega verð ég að endurskoða afstöðuna til íslenska lagsins eftir að hafa hlustað á þetta:
Slóvenía
íkaflega litlaust og óeftirminnilegt lag. Hið ákveðna hljómfall og sú stemming sem oft hefur einkennt lög frá Balkanskaganum er hvergi að finna í þessu lagi. Mun slappara en íslenska lagið.
Svíþjóð
Las Vegas! Var ekki einhver Norsari sem fór flatt á lagi með sama titli fyrir nokkrum árum, eða hét það San Fransisco? Eníveis ákaflega þreytandi og kúkt eitthvað. Stanslaus endurtekning á sama frasanum gæti þó virkað grípandi á einfaldar sálir. Slappara en íslenska lagið.
Holland
Loksins lag sem er hlustandi á. Virkar kannski bara þannig eftir að hafa hlustað á hin tvö. Líklega engin hápunktur Eurovision en ágætis melódía og notalegt lag. Svona svipað og íslenska lagið.
Þýskaland
Hér er verulega gott lag á ferð. Svolítið öðruvísi og ákaflega flott. Held það geti verið því til trafala hversu líkt Alanis Morisette þetta er (Ætli laglínan og frasarnir séu að einhverju leiti stolnir frá henni?). Mun betra en íslenska lagið.
Grikkland
Svolítið erfitt að segja um þetta lag. Ég var ekkert voðalega hrifinn af þessu en þetta gæti gengið vel í Evrópu. Svona diskó-danspartý lag með grískum strengjahljómum og etnó stemmingu með. Þetta er mjög í anda þeirra laga sem hafa verið að gera það gott og jafnvel vinna keppnina undanfarin ár. Á eflaust eftir að gera það gott. Talsvert betra en íslenska lagið.
Ég er ekki viss um að ég nái að hlusta á fleiri lög á næstunni þar sem ég finn ekki fleiri á netinu en Helga vinkona segist eiga þetta allt inni á tölvunni sinni og ætlar að brenna þetta fyrir mig. Ég kommenta þá á hin lögin þegar ég verð búinn að fá diskinn hjá henni.
Nóg um Eurovision í bili.