111141133181289294

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á nokkur Eurovisionlög, þ.e. lögin frá Slóvení­u, Sví­þjóð, Hollandi, Þýskalandi og Grikklandi. Hugsanlega verð ég að endurskoða afstöðuna til í­slenska lagsins eftir að hafa hlustað á þetta:

Slóvení­a
íkaflega litlaust og óeftirminnilegt lag. Hið ákveðna hljómfall og sú stemming sem oft hefur einkennt lög frá Balkanskaganum er hvergi að finna í­ þessu lagi. Mun slappara en í­slenska lagið.
Sví­þjóð
Las Vegas! Var ekki einhver Norsari sem fór flatt á lagi með sama titli fyrir nokkrum árum, eða hét það San Fransisco? Ení­veis ákaflega þreytandi og kúkt eitthvað. Stanslaus endurtekning á sama frasanum gæti þó virkað grí­pandi á einfaldar sálir. Slappara en í­slenska lagið.
Holland
Loksins lag sem er hlustandi á. Virkar kannski bara þannig eftir að hafa hlustað á hin tvö. Lí­klega engin hápunktur Eurovision en ágætis melódí­a og notalegt lag. Svona svipað og í­slenska lagið.
Þýskaland
Hér er verulega gott lag á ferð. Svolí­tið öðruví­si og ákaflega flott. Held það geti verið því­ til trafala hversu lí­kt Alanis Morisette þetta er (Ætli laglí­nan og frasarnir séu að einhverju leiti stolnir frá henni?). Mun betra en í­slenska lagið.
Grikkland
Svolí­tið erfitt að segja um þetta lag. Ég var ekkert voðalega hrifinn af þessu en þetta gæti gengið vel í­ Evrópu. Svona diskó-danspartý lag með grí­skum strengjahljómum og etnó stemmingu með. Þetta er mjög í­ anda þeirra laga sem hafa verið að gera það gott og jafnvel vinna keppnina undanfarin ár. Á eflaust eftir að gera það gott. Talsvert betra en í­slenska lagið.

Ég er ekki viss um að ég nái að hlusta á fleiri lög á næstunni þar sem ég finn ekki fleiri á netinu en Helga vinkona segist eiga þetta allt inni á tölvunni sinni og ætlar að brenna þetta fyrir mig. Ég kommenta þá á hin lögin þegar ég verð búinn að fá diskinn hjá henni.
Nóg um Eurovision í­ bili.