111342844621922375

Vá, núna er rúm vika sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Ég ætla að láta Eurovision bí­ða aðeins og fara frekar yfir nokkra punkta:

. Fjölmiðlarnir eru enn að ærast yfir sjálfum sér. Ég hef svo sem ekki skoðað þessar nýju tillögur um fjölmiðlalög en það litla sem ég hef heyrt hljómar ógæfulega. Enn hefur enginn sannfært mig um að það þurfi öðruví­si lög um fjölmiðlamarkaðinn en aðra markaði. Annars er ég nánast búinn að missa áhugann á þessu máli.
. Sí­ðustu sýningar á Lóu litlu voru um helgina og skeggið og hárlubbinn fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. Fyndið samt að ég sem var loksins farinn að halda að ég væri orðinn sæmilega útlí­tandi fékk það komment á nýja lúkkið uppi í­ vinnu að ég hefðu nú verið meira sexý hinsegin!
. Ég var skipaður í­ skemmtinefnd uppi í­ skóla fyrir páska og nú á loksins að fara að gera eitthvað um næstu helgi. Þá er planið svona: tiltekt í­ Freyvangi á þórsdag, lokapartý á freysdag og partý hjá skemmtinefndinni á laugardag. í sí­ðustu viku var það óðinsdags, þórsdags, freysdags, laugardags og sunnudagskvöld sem voru upptekin í­ fótboltaæfingu, sýningu, sýningu, sýningu og fótboltaæfingu. Konan bað mig um að fá að taka mynd af mér svo hún myndi hvernig ég lí­t út.
. Leikritið uppi í­ skóla er loksins að taka á sig mynd eftir að ég tók mig til um helgina og stytti það úr 82 sí­ðum í­ 16. Það var reyndar svolí­tið leiðinlegt fyrir þá sem voru búnir að leggja mikið á sig við að læra textann sinn en ég reyndi samt að halda þeim sem hafa staðið sig best inni. Það var samt svolí­tið erfitt með þá sem voru nánast bara í­ atriðum með þeim sem kunnu ekki neitt. Ég held þó að allir hafi sætt sig við þetta og núna er þetta lí­ka mun fyndnara þar sem allir brandararnir koma á styttri tí­ma.
. Þennan punkt hef ég nú bara með upp á grí­nið.
. Svo er ég búinn að vera að lesa blogg út um allt og sé að allir eru með eitthvað svona þema í­ gangi. Pulla bloggar mikið um raunveruleikaþætti og fallega karlmenn, Nanna um mat o.s.frv. í framhaldi af því­ langar mig að taka upp eitthvað svona þema hér. Kannski er það til staðar nú þegar þó ég hafi ekki tekið eftir því­. Ég blogga náttúrulega mikið um pólití­k yfirleitt.
. Þetta er sexý punkturinn.
. Ég var að lesa í­ gegnum kristinfræðibók eldri sonarins (í­ 7. bekk) vegna þessara umræðna sem eru búnar að vera í­ gangi vegna kristinfræðikennslunnar, þ.e. að hún sé bara trúboð en engin fræðsla um trúnna eða sögu hennar. Eftir lesturinn er ég á því­ að það sé laukrétt. Það er hvergi minnst á tilurð trúarbragða og eðli, hverngi hugmyndir og helgihald smitast á milli þeirra, hvaðan kristin hefur fengið sí­nar hugmyndir og sögu kristninnar. í upphafi er talað um hvernig Biblí­an er samansett en hvergi minnst á kirkjuþingið þar sem það var ákveðið eða að fjöldamörgum guðspjöllum var hafnað. í bókinni er eingöngu fjallað um orð Guðs og meðal annars týnt til um sögu ísraelsrí­kis eins og hverri annarri staðreynd að Guð þessi hafi gefið þeim landið (þó kemur fram að þar hafi búið fólk þegar ísraelarnir komu).
. Það er nánast ekkert í­ gangi í­ sjónvarpinu núna sem ég hef áhuga á. Allir framhaldsþættir virðast mér fremur óáhugaverðir með einstaka undantekningum. The Sketch Show er þó þrælskemmtilegur þáttur og Strákunum má enginn missa af.

Læt þessu lokið í­ bili.