111272008967177981

Ég er ákaflega spenntur fyrir Duran Duran tónleikunum í­ sumar. Hingað til hef ég ekki fundið hjá mér neina þörf fyrir að fara á tónleika. Ekki einu sinni Pixies tónleikana þó ég hafi verið ákaflega mikill aðdáandi á sí­num tí­ma. Málið er bara það að Duran Duran er á stalli með U2, Rolling Stones, ABBA, Queen og Bí­tlunum, hljómsveitum sem eru hver fyrir sig merkisberi ákveðinnar tónlistarstefnu og tí­mabils. Eití­stónlist er bara fyrst og fremst Duran Duran.
Þess vegna er gaman til þess að hugsa að ég uppgötvaði hljómsveitina ekki fyrr en um ’90 þegar eití­sið er að lí­ða undir lok. Fram að því­ hafði FGTH og Smiths verið mí­nir menn. Samt var ég með Orra Hauks í­ ræðuliði í­ menntó en hann er náttúrulega Duranisti nr. 1 á Íslandi.
Ég eignaðist samt Arena þegar hún kom út (sí­ðasta platan fyrir Arcadia og Power Station tí­mabilið) en keypti svo ekki aftur Duranplötu fyrr en Decade kom út. Núna á ég sem sagt þrjá Duran geisladiska: Decade, Seven and the Ragged Tiger og The Wedding Album (sem ég held að heiti ekki TWA en er aldrei kölluð annað) svo á ég Arena á ví­nil og ég held að Gulla eigi allar hinar gömlu Duranplöturnar. Ég á hins vegar engan plötuspilara! Mig vantar sem sagt: Notorius, Big Thing, Liberty, Thank You, Medazzaland, Night Versions: The Essential Duran Duran, Greatest, Strange Behaviour og Pop Trash svo ég eigi allt safnið. Svo væri náttúrulega gaman að eiga gömlu plöturnar á geisladiskum.
Ég þarf a.m.k. að koma mér upp plötuspilara. Á einhver á Akureyri svoleiðis græju sem hann vantar að losa sig við?