111256562022187477

Ókey, ókey, haldið í­ hestana. Ég lofaði Eurovisionbloggi og hér kemur Eurovisionblogg. Næstu fimm lönd sem ég ætla að fjalla um eru:

Bosní­a: Alveg er þetta lag einhvern vegin út úr kú. Hljómar eins og týpí­sk sænsk ABBA endurvinnsla (en Sví­ar hafa sent Abba-eftirhermur í­ keppnina ótal sinnum) en er svo bara frá Bosní­u! Voðalega óbalkneskt. Svolí­till Geirmundur í­ þessu lí­ka. Verra en í­slenska lagið.

Belgí­a: Þetta er mjög rólegt og fallegt og yfirvegað og fágað og margt annað jákvætt en voðalega ómelódí­skt og óeftirminnilegt og annað óeitthvað. Minnir helst á í­slenska lagið frá í­ fyrra sem enginn man einu sinni hvað heitir lengur (Heaven). Verra en í­slenska lagið.

Hví­ta-Rússland: Gæðin á upptökunni sem ég heyrði voru mjög slæm svo kannski átti þetta ekki að hljóma eins og Ertha Kitt að syngja með Rickshaw. íkveðin Wild Boys stemming þarna, eflaust undir úkraí­nskum áhrifum. Þetta skorar samt engin stig(lí­klegasti núllarinn). Lélegasta lagið hingað til.

Austurrí­ki: Þetta er tær snilld. Alger sýra. Týrólsk salsa-músí­k með trompeti og jóðli! Arfaslakt lag en skemmtanagildið í­ hámarki. Hrat miðað við í­slenska lagið.

Andorra: Trommusláttur og læti. Hér á augsýnilega að nota trikkið frá úkraí­nu í­ fyrra. Það er samt góður taktur og melódí­a í­ þessu. Austur evrópskt og drungalegt, sví­fur einhver tregi yfir vötnum og svona, drama, fiðlur og trommur. Svakalega Balkan (samt er Andorra ekki á Balkanskaganum og ekki einu sinni í­ Austur Evrópu)! íkaflega svipað og í­slenska lagið.

Þá læt ég þessu Eurovisonbloggi logið en innan tí­ðar mun ég fjalla um Albaní­u, úkraí­nu, Bretland, Tyrkland og Sviss. Eigið góðar stundir þangað til.