111443310217194646

Formúlan um helgina var skemmtileg þó ég verði að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar Raikkonen féll úr leik. Það hefði verið gaman að sjá hann með í­ toppslagnum. Schumacher kom og sýndi afhverju hann hefur svona oft orðið heimsmeistari. Við skulum bara vona að þessi frammistaða bendi ekki til þess að hann fari að einoka allar keppnir héðan í­ frá og taki þetta á nokkrum mótum. Sem betur fer er ekkert sem bendir til þess því­ Alonso og Raikkonen hljóta að berjast um þetta við hann. Reyndar leit út fyrir það fram að keppninni um helgina að Alonso myndi skemma þetta ár eins og Schumacher hefur skemmt undanfarin ár með því­ að vinna mótið strax í­ fyrstu keppnum. BAR liðið hlýtur lí­ka að vera ánægt með að ná loksins viðunandi árangri en að sama skapi held ég að Toyota liðið sé fúlt. Sérstaklega eftir að Ralf var færður niður um 8 eða 10 sæti eftir keppnina. Hvað er hins vegar orðið af Williams? Þeir voru eina liðið sem náði að veita Ferrari einhverja samkeppni sí­ðustu ár en núna sést varla til þeirra! Það er eins og Ferrari sé eina liðið sem hefur sýnt einhvern stöðugleika undanfarinn áratug eða svo. Ég held mig hins vegar að sjálfssögðu við MacLaren og vona að Raikkonen komi og taki þetta í­ næstu mótum. Ég held lí­ka nokkuð upp á Webber hjá Williams og mikið var nú gaman að sjá Villeneuf í­ keppninni um helgina. Tók bara framúr og allt kallinn!