111454980836681342

Það var útivistardagur í­ vinnunni í­ dag og ég fór ásamt nokkrum öðrum kennurum með hóp af krökkum í­ golf á golfvöllinn á Þverá. Skemmst frá því­ að segja að það var geggjað fjör og æðislega gaman. Samt var ég nú ekkert of góður í­ þessu. Bestu holuna mí­na fór ég á 7 höggum en þá lökustu á 13. Okkur sem vorum þarna fannst bara verst hvað rútan kom snemma að ná í­ okkur því­ það voru ekki nema fyrstu 2 – 3 hóparnir sem náðu að klára hringinn. Þrátt fyrir þetta þá er ég ekki kominn með golfbakterí­una og ætla ekki að rjúka til að kaupa mér golfsett og félagsskí­rteini í­ einhverjum golfklúbbnum. Hins vegar gæti hugsast að maður freistaðist til að kaupa eina kylfu og pútter því­ það kostar ekki nema 500 kall að fara og spila á vellinum á Þverá og maður þarf ekki að vera í­ neinum klúbbi.

í gær barst mér kjörseðill í­ formannskjörinu í­ Samfylkingunni. Þar krossaði ég við annað nafnið eftir miklar vangaveltur og gekk svo frá öllu eins og útskýrt var að ætti að gera og kom þessu í­ póstkassa. Ég hafði hins vegar ekki fengið neinar auglýsingar eða sí­mhringingar þó annar frambjóðandinn hafi lýst því­ yfir að hann ætlaði að vinna þetta svona „maður á mann“. Þetta formannskjör hafði því­ ákaflega lí­tið abbast upp á mig. Þess vegna varð ég mjög undrandi þegar ég kom heim úr vinnunni í­ dag og þar lá A4 umslag frá Samfylkingunni. Ég opnaði það að sjálfssögðu strrax frammi í­ forstofu enda forvitinn um hvað verið væri að senda mér. í umslaginu reyndust vera tveir litlir bæklingar, annar frá Ingibjörgu og hinn frá Össuri. Ef þetta er það sem koma skal í­ kosningabaráttu til Alþingis, þ.e. að auglýsa þegar fólk er búið að kjósa, þá er ekki góðs að vænta.

í bæjarmálunum hér á Akureyri er lí­tið að gerast. Helst að okkur kennurum finnist fara lí­tið fyrir sérsamningnum sem Kristján Þór ætlaði að gera við okkur og borga okkur öllum rí­flega 300 þúsund fyrir. Annars einkennast skólamál á Akureyri þessa dagana af hagræðingu „verið að segja öllum nema kennurum upp til að ráða þá aftur á lakari kjörum“, sparnaði „skólaferðalög stytt, stórir hópar sendir í­ strætó í­ staðinn fyrir að panta rútu“ og því­ að engir peningar fást hjá skólanefnd í­ nein verkefni. Þar á bæ er öllum umsóknum hafnað vegna peningaskorts eða án rökstuðnings (sjá hér í­ góðri úttekt hjá Gí­sla Baldvinssyni). Skólabærinn Akureyri! Ha, ha, ha, ha, ha! Um þessi mál hefur ekkert heyrst í­ Samfylkingunni. Svo ætlar Kristján að reisa álver við fjörðinn þótt bæjarbúar séu að stórum hluta andví­gir því­. Ekkert hefur heyrst í­ Samfylkingunni um það. í raun er ótrúlegt miðað við hvað Kristján er oft að bulla í­ fjölmiðla að enginn úr minnihlutanum skuli taka sig til og leiðrétta hann á sama vettvangi. Það eina sem hefur heyrst opinberlega frá Samfylkingunni á Akureyri er að það sé bráðnauðsynlegt að halda flugvellinum í­ Vatnsmýrinni í­ Reykjaví­k! Ef það er allt og sumt sem Samfylkingin leggur til í­ bæjarmálunum á Akureyri þá held ég að ég verði að finna einhverja aðra til að kjósa í­ sveitarstjórnarkosningunum þrátt fyrir að vera meðlimur í­ flokknum.