111495646982770281

Það var annar Eurovisionþáttur í­ sjónvarpinu í­ gær. Mér fannst þessi nú ólí­kt betri en sá fyrsti. Hins vegar komust þau ekki yfir nema sjö lög í­ þessum þætti þar sem það voru kynningarmyndbönd frá Íslandi, Noregi og Finnlandi á undan lögum þessara þjóða og þar að auki myndbönd frá Sví­þjóð og Danmörku um sögu landanna í­ Eurovision. Ég verð að segja að ég saknaði Du er stemmen i mit liv og Fra Mols til Skagen sem eru óneitanlega með bestu framlögum Dana. En þá er best að lí­ta á lögin sem voru kynnt í­ gær:

Ísland: Það verður að segjast eins og er að þetta lag vinnur á við hlustun. í upphafi var ég lí­tið hrifinn af því­ en núna finnst mér það bara allt í­ lagi. Það er balknesk stemming í­ þessu og Jimbo-fí­lingur og miðað við samkeppnina þá er þetta bara nokkuð gott. Ég hefði gefið 4.

Belgí­a: Hér hefði ég átt von á góðu. Gamaldags Eurovisionballaða sungin á frönsku, en það er einmitt uppáhaldið mitt í­ þessari keppni. En það verður að segjast að Belginn gerði þetta ákaflega illa og lagið er ákaflega óeftirminnilegt. Ég hefði gefið 1.

Eistland: Hérna er komið svona stelpufjörlag í­ anda Spice Girls og Girls Aloud og lagið heitir meira að segja Let’s get loud. Ekki nein snilld á ferð en þetta er samt catchy og hresst. Ég hefði gefið 3.

Noregur: Sjálfur er ég ekki mikið fyrir svona glysrokk en það verður að segjast eins og er að stemmingin í­ þessu er alveg frábær. Eldur á sviðinu og gallarnir alveg stórkostlegir. Lagið er lí­ka hresst með laglí­nu sem grí­pur. Ég er eiginlega á því­ að gefa þessu 5.

Rúmení­a: Þarna var heilmikið af trixum sem eiga að geta selt lagið. Söngkonan var í­ svona Lara Croft galla og söng mjög vel. Ég tel þó að þegar söngkona hefur svona brjóst þurfi að gera meira úr því­, sbr. Rúmenana í­ fyrra. Lagið sjálft minnti mig svolí­tið á Tinu Turner eða jafnvel frekar á Bonnie Tyler upp á sitt besta. Ég hefði gefið 4.

Ungverjaland: Hérna er svona etnó lag á ferð með danstakti. Ég held að það dæmi sé búið. úkraí­na vann á því­ í­ fyrra en það gengur varla upp aftur. Söngkonan passaði illa inn í­ myndbandið og þessir dansandi gyðingar þarna voru nú alveg út úr kú. Lagið samt nokkuð gott. Ég hefði gefið 3.

Finnland: Þetta held ég að hljóti að vera besta framlag Finna fyrr og sí­ðar. Þess vegna varð ég svo hrifinn að ég var að hugsa um að gefa fimm en þó þetta sé besta lagið sem þeir hafa nokkurn tí­man sent þá er það samt ekkert frábært. Það er svolí­til Disney stemming í­ þessu, minnir á Lion-King og Toy Story og svoleiðis. Nokkuð flott. Ég hefði gefið 4.

Þetta eru 24 stig frá mér á 7 lög miðað við 18 í­ sí­ðustu viku fyrir 9 lög. Nú er bara að bí­ða í­ viku eftir næsta þætti.