111533307825936266

Ég var í­ 60. afmæli móður minnar í­ gærkvöldi og það var verulega flott veisla en af þessum sökum missti ég af aðalfréttinni. Það er búið að svipta BAR stigunum sem þeir unnu sér inn á Imola og setja þá í­ tveggja keppna bann! Eftir að hafa lesið mér til um þetta sýnist mér refsingin í­ hæsta máta hörð. Vissulega hefði bí­llinn verið of léttur ef öryggistankurinn hefði verið tæmdur. Þar með er bí­linn ólöglegur í­ þessari keppni og því­ lí­klegast eðlilegt að taka stigin af BAR. Öllum kemur hins vegar saman um að þetta sé túlkunaratriði á reglunum og ekki ásetningur hjá BAR að svindla og þess vegna finnst manni þetta keppnisbann dálí­tið svakalegt. Eitt sinn gerðist það hjá mí­num mönnum að plata sem er undir bí­lnum reyndist of hátt frá jörðu að lokinni keppni. Hún hafði eyðst eða skekkst eða færst til meðan á keppninni stóð. Fyrir þetta missti MacLaren stig úr þeirri keppni en þeir voru ekki dæmdir í­ keppnisbann. Svona við fyrstu skoðun virðst þetta nokkurn vegin sambærileg tilvik.

Eins og stendur lí­tur lí­ka út fyrir að Verkamannaflokkurinn hafi unnið þriðju kosningarnar í­ röð í­ Bretlandi. Það er slæmt en kosningakerfið í­ Bretlandi virðist ekki bjóða upp á annað. íhaldsmenn eru ókjósanlegur og Frjálslyndir hafa ekki nokkurn möguleika á að ná meirihluta. Það er undarlegt að flokkur með yfir 20% fylgi skuli ekki fá nema u.þ.b. 13% Þingsæta. Meðan þetta kerfi er við lýði er ekki að vænta að nokkur flokkur komi til með að skáka öðrum stóru flokkanna tveggja (Frjálslyndir eru raunar ekki það mikið minni en íhaldsflokkurinn hvað fylgi varðar en fá mun færri þingmenn vegna kjördæmakerfisins).

Læt þetta nægja í­ bili.