111610682227642364

Sí­ðasti Eurovisionþátturinn búinn og kominn tí­mi til að fara yfir lögin.

Bretland: Ekki veit ég nú alveg hvað Bretarnir eru að hugsa með þessu. Tyrkneskur hljómur og erótí­k. Það voru reyndar mun betri hljóðgæði á þessu á netinu en í­ þessu ví­deói. ígætis popp og grí­pandi. Ég gef 3.

Malta: Mikið rosalega syngur hún Chiara vel (Hét ekki ljónynjan í­ Lion King II þetta lí­ka?). Þetta lag er lí­ka kraftmikið og grí­pandi og myndbandið var alveg frábært. Þetta er svona hundrað sinnum betra en í­slenksa framlagið með sama nafni: Angel. Ég ætlaði að gefa þessu 5 þegar Norðmaðurinn benti á að þetta væri bara önnur útgáfa af Power of Love og bæði ég og Eiki Hauks erum sammála því­. Ég gef 0 stig.

Tyrkland: Tyrkirnir hafa verið voða spes undanfarið og uppskorið vel. Nú sækja þeir á gömul mið og þetta lag gæti verið framlag Tyrkja frá hvaða ári sem er á 10. áratugnum. Söngkonan hefur samt hvorki þokka né glæsileika Sabnem Pacer og lagið jafnast á engan hátt við Dinle. Ég gef 2.

Albaní­a: Þetta er alveg frábært lag. Laglí­nan og lagasmí­ðin svo sem ekkert spes en þetta er grí­pandi og kröftugt, sungið af innlifun og sjóið í­ kring frábært. Dansararnir með fiðlurnar þóttu mér alveg brilljant og söngkonan minnti mig dálí­tið á Andreu Gylfa. Ég gef 4.

Kýpur: Hér er á ferð einhver Enrique Iglesias eftirherma og svo sem OK sem slí­k. Ég gef 2.

Spánn: Það sáu allir Las Ketchup eftirhermuna í­ þessu. Lagið er svo sem allt í­ lagi en jafnast náttúrulega ekki á við fyrirmyndina. Hljómar svolí­tið eins þetta gæti verið lag úr spánskri gamanmynd. Ég gef 3.

Júgóslaví­a: Mér fannst þessi rauði hnykill sem stelpan var að vefja ofan af mjög dulúðugur og mér sýndist hún lí­ka ganga á vatninu! Hún komst raunar aldrei neitt og mér sýndist nóg eftir á hnyklinum þegar lagið var búið. Þetta er svona týpí­skt balkanskt dulúðar, tilgangsleysis, dramadæmi eitthvað. Ég gef 2.

Sví­þjóð: Þetta er lí­klega slakast framlag Sví­a í­ langan tí­ma og lang lélegasta norræna lagið í­ ár. Neonljósið var samt smart. Það var mjög pí­nlegt að horfa upp á þessa Norðurlandasamkundu þarna rembast við að gefa þessu stig. Ég gef 1.

úkraí­na: Mér sýndist ég sjá Che! Ömurlegt. Ég ætla samt ekki að núlla þetta því­ það eru svo miklar tilfinningar í­ gangi og þetta er svo einlægt og ferskt. Ég gef 1.

Þýskaland: Ég er mjög hrifinn af Þýskalandi í­ ár. Þetta lag hljómar samt betur á netinu en það gerði í­ þessu myndbandi. Þetta er öðruví­si og flott. Söngkonan reyndist lí­ka vera mjög hot og ekki er það verra. Ég gef 5.

Grikkland: Grikkirnir eru lí­ka mjög góðir á ár. Lagið er ekkert spes fram að viðlaginu en þá lifnar yfir því­. Söngkonan heldur manni samt alveg við efnið allan tí­mann. Þetta var voða sexý (eins og margt annað). Er klámvæðingin að hefja innreið sí­na í­ Eurovision? Ég meina skorur og klaufir og aðsniðnir kjólar eru eitt en dansatriði sem eru bara útfærsla á samfarahreifingum gætu e.t.v. móðgað einhvern. Að ví­su ekki mig en kannski einhvern. Ég gef 4.

Rússland: Þetta lag minnti mig á margt. Söngkonan var að því­ er mér fannst að herma svolí­tið eftir Avril Lavigne og tónlistin var bæði í­ anda hennar og Tatu. „Nobody hurt no one“ hljómaði á bakvið nánast allan tí­mann og gaf þessu svolí­tið ritúalskan svip. Mjög sterkt og flott. Sviðið með öllu þessu krómi og stáli var lí­ka voðalega spes! Ég gef 4.

Bosní­a-Herzegoví­na: Þarna kom sænska framlagið. Bara frá rangri þjóð. Þær gerðu sér lí­ka grein fyrir því­ og gerðu óspart grí­n að sænskri fyrirmynd lagsins í­ myndbandinu. Ég sá mörgum Abba stellingum bregða fyrir, Abba átfittum og meira að segja Abba albúmi. Skemmtilegt nafn lí­ka á bandinu; Feminem og skrifað með sama letri og Eminem notar. Þrælskemmtilegt en kannski ekkert voða gott. Ég gef 4.

Frakkland: Sí­ðasta lagið í­ keppninni og rosalega franskt. Söngkonan og dansararnir brúneygar og dökkhærðar, rómanskar fegurðardí­sir og franskan er rosalega sexý tungumál. Það var voðalega lí­tið í­ þetta lag spunnið samt einhvern veginn og hvað var söngkonan að vola þarna í­ lokin? Ég er samt hrifinn af ýmsu í­ þessu. Ég gef 3.

Samkvæmt þessu virðist ég hallast að því­ að Noregur eða Þýskaland (eða jafnvel Malta) vinni, en þetta er nú bara minn smekkur og ég þykist þekkja Evrópu nógu vel til að spá því­ að niðurstaðan verði ekki á þá leið. Ég ætla ekki að spá neinu um lokakeppnina fyrr en eftir undanúrslitin. Um þau er ég búinn að spá. Núna verðum við bara að bí­ða spennt til þórsdags.