Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2005

112273125152380449

Ef Bloggerinn neitar lí­ka að birta þessa færslu þá er mér öllum lokið og …

Sirkus er ný sjónvarpsstöð og ég verð að viðurkenna að ég hef gaman af henni. Mér finnst nefnilega Seinfeld skemmtilegur, Vinir ánægjulegir og Guðmundur Steingrí­ms sniðugur. Að ví­su voru þessir Kvöldþættir skelfilegir til að byrja með, en þeir fara ört skánandi. David Letterman er meira að segja nett glúrinn stundum. Það eina leiðinlega í­ þessu er að móttökuskilyrðin á þessari sjónvarpsstöð hérna hjá mér eru afspyrnu slök og mun verri eftir að ég fékk ADSL-sjónvarpið frá Sí­manum. Það er eins og „undratækið“ (eins og Kári kallar það) trufli þegar lélega loftnetstengingu. Á móti kemur að allar sjónvarpsstöðvarnar þar eru náttúrulega afar skarpar og ég er búinn að hanga yfir Discovery og BBCPrime sí­ðustu daga. Enda hef ég lí­tið gaman af góðu veðri miðað við sjónvarpið.

112191733592297784

Um sí­ðustu helgi fórum við í­ brúðkaup á Hvammstanga þar sem þau Skúli og Ester voru að gifta sig eftir að hafa verið saman í­ 18 ár. Þau eiga lí­ka þrjú börn og tvo fóstursyni svo það var ekki seinna vænna. Það var mjög gaman og leiðinlegt að geta ekki verið í­ partýinu alla nóttina en á sunnudaginn átti Kári 9 ára afmæli og við vorum búin að skipuleggja heljarinnar Simpson veislu.
Á Hvammstanga fengum við lí­ka nýjasta fjölskyldumeðliminn, lí­tinn, grábröndóttan kettling sem var gefið nafnið Earl Grey. Óliver, gamli, feiti, guli högninn okkar var nú reyndar ekkert ánægður með þennan nýja meðlim til að byrja með en er farinn að taka hann í­ sátt.
Þar sem Bjössi mágur og konan hans eru nýbúin að eignast dóttur þá fellur fjölskylduútilegan niður þetta árið. Dagur er farinn á landsmót skáta og um næstu helgi er ættarmót hjá móðurfólkinu mí­nu í­ Fannahlí­ð og því­ ákvað ég að fara í­ smá útilegu með Kára. Það verður örugglega gaman hjá okkur tveimur saman. Við ætlum að leggja í­ hann á morgun og enda svo útileguna í­ Fannahlí­ð á laugardaginn.
Gulla, Earl Grey og Óliver verða því­ ein heima í­ nokkra daga og þegar við komum aftur verða kettirnir vonandi orðir perluvinur.
Svona að lokum þá langar mig að segja að ég skil ekki afhverju allir eru að pirra sig svona á Össuri þessa dagana. Maðurinn hlýtur að mega hafa skoðanir eins og aðrir. Hann er lí­klega að nota tækifærið eftir að hann missti formannstitilinn til að láta allt vaða sem hann gat ekki sagt sem formaður. Ég held það sé best fyrir R-lista fólk að láta bara eins og það heyri ekki í­ honum. Sjálfur skil ég ekki alveg afhverju Vinstri Grænir og Framsóknarmenn eru svona mikið á móti prófkjöri þar sem fólk úr öllum þessum flokkum gæti boðið sig fram og kosið. Mér finnst það hljóma eins og réttlátasta fyrirkomulagið. Ef fylgi Samfylkingarinnar er minna en í­ sí­ðustu Alþingiskosningum, eins og VG og Framsókn halda fram, þá ættu þeir flokkar ekki að tapa á þessu.

112130188310584921

Heimsbókmenntir á hundrað krónur. Á Mikkavef sér maður alltaf upphafsorð nýrra blogga og þetta er tilraun til að veiða hingað lesendur. Hins vegar er þetta engin lygi því­ á göngugötunni í­ gær, fyrir framan Bókabúð Jónasar, rak ég augun í­ körfu þar sem verið var að bjóða upp á gamlar kiljur á 100,- kr. Við nánari skoðun reyndust þetta vera enskar útgáfur af Rauðu serí­unni eða einhverju álí­ka með einstaka lí­tt- eða óþekktum spennusögum inn á milli. í allri þessari ómegð bóka fann ég samt perlu. Þeir tveir rithöfundar sem ég hef í­ mestum metum eru Terry Pratchett og Douglas Adams heitinn en báðir hafa þeir í­ ræðu og riti mært P.G. Wodehouse þann hinn sama og skrifaði bækurnar um Jeeves og Wooster sem sjónvarpsþættirnir sí­vinsælu voru gerðir eftir hér um árið. Þarna mitt í­ körfunni rak ég sem sagt augun í­ forláta kilju með titlinum JEEVES eftir umræddan P.G. Wodehouse verðlagða á kr. 100,- sem mér þótti kjarakaup. Á kápuna er samt prentað með ákaflega stóru letri 25c sem er nú lí­klega ekki nema rétt rúmlega 15,- kr. Það á sér hins vegar þá útskýringu að bókin er gefin út af PocketBOOKS inc, New York, árið 1942 og er 12. prentun af kilju sem kom upphaflega út 1939 en sagan kom fyrst út í­ harðspjaldaútgáfu 1923. Á þessum tí­ma hafði PocketBOOKS inc gefið út 160 kiljur og það er listi með titlunum í­ bókinni sem ég keypti. Annað sem er mjög merkilegt við þessa kilju er að hún er með mun þykkari og harðari kápu en nútí­makiljur og fremst í­ henni er meðal annar að finna þessa tilkynningu: IMPORTANT NOTE. This book is not a condensation or a digest of the original. It is the complete book.
Leturbreytingar eru ekki mí­nar! Þetta er svona í­ bókinni. Á þessum tí­ma hafa kiljuútgáfur bóka e.t.v. verið að hefjast og því­ þurft að sannfæra fólk um að hér væru á ferð alvöru bækur með þykkum kápum og svona tilkynningum. Á svipuðum stað í­ bókinni eru lí­ka mjög áhugaverðar tölulegar upplýsingar: Bókin JEEVES kom fyrst út árið 1923 og sú útgáfa seldist í­ 7.000 eintökum. Hún var sí­ðar endurprentuð hjá öðrum útgefanda og seldist í­ þeirri útgáfu í­ 16.000 eintökum (svo hefur hún augsýnilega komið út hjá PocketBOOKS og selst vel því­ þeir eru alltaf að endurprenta hana). En 7.000 eintök í­ fyrstu útgáfu (að því­ er ég held í­ Bandarí­kjunum) er nú ekki mjög mikið. Eru ekki metsölubækur á Íslandi (s.s. Harry Potter og Arnaldur Indriða) að seljast í­ svoleiðis upplagi? Þetta hljómar a.m.k. lí­tið í­ milljónasamfélagi eins og Bandarí­kjunum þó það hafi verið á 3. áratugnum (það er fyrir kreppuna).
P.G. Wodehouse virðist hins vegar ekki ætla að bregðast vonum mí­num því­ bókin er glimrandi góð og alveg einstaklega skemmtileg lesning. Stí­llinn er svo dásamlega breskur og yfirstéttarlegur að það er hreinlega yndislegt! Mig furðar ekki að Pratchett og Adams hafi báðir tekið þennan höfund sér til fyrirmyndar því­ hann er dásamlegur.

112103852126134151

Rosalega var notalegt að hanga bara í­ Sandví­kinni um helgina. Heyrði reyndar á leiðinni þangað, á föstudaginn að mig minnir, útvarpsviðtal við Illuga Gunnarsson og það verður að segjast eins og er að heimskan og vitleysisgangurinn á þeim bænum rí­ður ekki við einteyming. Ef þessi viðhorf (að hryðjuverkaárásir tengist íraksstrí­ði og innrás í­ Afganistan ekki neitt og bendi bara til að nú verði enn að herða róðurinn og drepa fleiri) eru rí­kjandi í­ utanrí­kisráðuneytinu þá held ég að það sé ærin ástæða fyrir okkur öll að vera skí­thrædd enda vitum við að það ráðuneyti gerir ekki annað en að endurspegla bandarí­sk viðhorf. Reyndar kom Arabí­u Jóhanna strax á eftir honum og það fyrsta sem hún gerði var að benda á að allt sem Illugi hefði sagt væri algert bull (reyndar ekki með þessum orðum). Það versta (kannski ekki það versta en slæmt er það) við þetta allt saman er að ég veit að Illugi veit alveg betur. Hann er bara að sækjast eftir góðri stöðu í­ flokknum, góðum bitlingi frá ráðherrunum, efnislegum gæðum sér til handa og er sama þó hann misnoti eymd fórnarlamba hryðjuverka í­ þeim tilgangi. Þetta á allt saman rætur sí­nar að rekja til þess að hann lenti í­ slæmum félagskap í­ menntaskóla. Rosalega held ég að foreldrar hans séu farnir að sjá eftir því­ að hafa ekki bara sent hann í­ Flensborg eða jafnvel sleppt því­ að flytja suður og sent strákinn bara í­ Mí. Þau eru vissulega til sem hafa sloppið óskemmd í­ gegnum MR en þau eru ekki mörg.

Formúlan var lí­ka virkilega spennandi. Mikið svakalega er Raikkonen búinn að vera óheppinn að lenda svona í­ því­ að þurfa að skipta um vel tvö mót í­ röð. Það var gaman að sjá Montoya loksins standa sig og vonandi að hann haldi því­ áfram. Hann er ökumaður sem á að vera að keppa um titilinn, ekki vera með kjánaskap á æfingum eða að brjóta reglur í­ einhverjum skapofsa. Það lí­tur allt út fyrir að keppnin í­ ár verði spennandi eitthvað lengur. Mér finnst samt ekki alveg nógu sniðugt ef það fer að komast eitthvað Renault-MacLaren mynstur á fjögur efstu sætin. Það minnir of mikið á það þegar MacLaren og Ferrari voru alltaf í­ fjórum efstu og aðrir áttu bara ekki séns. Það skemmtilega við tí­mabilið í­ ár hefur einmitt verið að Button hefur átt séns, Webber hefur átt séns, Trulli hefur átt séns og meira að segja Schumacher hefur átt séns. Þetta verður leiðinlegt ef bara Alonso og Raikkonen eiga séns, og kannski Montoya.

112077923453049307

Rosalegt að samkvæmt Iraqi Body Count hafa u.þ.b. 22 – 26 þúsund írakar fallið í­ valinn í­ íraksstrí­ðinu og 7. júní­ s.l. dóu 45 manns í­ árásum í­ írak, þar deyr einhver á hverjum degi í­ svona árásum, sjálfsmorðssprengjum, bí­lasprengjum, árásum á rútubiðstöðvar og lestir. Af einhverjum ástæðum eru það ekki jafn miklar fréttir og árásin í­ London. Helstu leiðtogar G8 rí­kjanna standa ekki sameinaðir og sorgbitnir á svip yfir þeim fréttum. Það merkilega er samt það að enginn virðist tengja þessa atburði saman í­ fjölmiðlunum í­ dag. Samkvæmt Iraq Coalition Casualty Count dóu 26 í­ árásum í­ írak í­ dag þar af einn lögreglumaður. Hitt voru allt óbreyttir borgarar (e. civilians). Undarlegt að það hafa ekki verið jafn miklar fréttir af því­ og af þeim sem dóu í­ London.

112077810336471192

Rosalegar fréttir frá Bretlandinu í­ dag maður! Maður veit varla hvað maður á að segja maður. Maður er bara alveg orðlaus. Orðlaus yfir illsku heimsins og allt það. Það eina sem þetta sýnir er náttúrulega að þetta „strí­ð gegn hryðjuverkum“ með innrásum í­ Afganistan og írak hefur engum árangri skilað. Skilað engum árangri öðrum en þeim að skapa meira hatur í­ garð Vesturlanda meðal ákveðinna hópa. Hópa á Vesturlöndum lí­ka. Lí­ka kominn tí­mi til að við spyrjum okkur alvarlega ákveðinnar spurningar. Spurningarinnar: Af hverju hata þeir okkur svona?
Ég er nokkuð viss um að rétta leiðin til að minnka þetta hatur er ekki að ráðast á önnur lönd og myrða þar saklaust fólk, konur og börn í­ nafni lýðræðisins.

Ég er að fara að fá sjónvarpið í­ gegnum ADSL-tenginguna og fæ þá loksins skýra mynd eftir að ég flutti hingað. Tengdapabbi fór upp á þak um daginn og komst að því­ að það er ekkert að loftnetinu eða snúrunni þar. Það er lí­klega einhver tenging í­ snúrunni ofan af þaki eða vantar magnara eða eitthvað annað. Eins gott að fá þetta bara í­ gegnum ADSL-ið. Hvenær ætli varahreyfingarnar fari samt að passa við hljóðið í­ Kvölþættinum á Sirkus?

P.S. Ég er enn í­ góðum fí­ling.

112060950454305396

Rosalega lagði að mér skelfilegan kjánahroll þegar ég horfði á kynninguna á Kastljósinu í­ fréttunum í­ kvöld. Svo svakalegan að ég treysti mér ekki til að horfa á sjálfan þáttinn. Ég meina, ég leið lí­kamlegar kvalir og allt, í­ alvöru! Merkilegt hvað RúV mistekst alltaf þegar reynt er að vera með létta stemmingu og glens þar á bæ. Það verður bara kjánalegt, stí­ft og vandræðalegt. Samt tekst þeim þetta alveg ágætlega á Stöð 2.

Á Stöð 2 í­ morgun var viðtal við mann frá JPV forlagi sem var að selja sjálfshjálparbók. Þar var lí­ka fenginn sálfræðingur til að tala við hann sem var sammála öllu sem hann sagði. Það kom mjög greinilega fram hvað bókin hét, eftir hvern hún væri, hver væri að gefa hana út o.s.frv. Á talstöðinni í­ hádeginu var svo verið að tala um mikilvægi þess að hafa skýr skil á milli auglýsinga og ritstjórnarefnis í­ fjölmiðlum, sérstaklega í­ ljósi nýja konublaðs Frjálsrar Verslunar þar sem málsmetandi konur gátu ví­st keypt sér viðtal með því­ að fjárfesta í­ nógu stórri auglýsingu í­ blaðinu. Þar lýsti fulltrúi 365 ljósvakamiðla því­ hátí­ðlega yfir að svona vinnubrögð tí­ðkuðust ekki lengur hjá fyrirtækinu. Yeah, right!

Það er í­ tí­sku að ráðast á Orkuveitu Reykjaví­kur fyrir alls kyns uppátæki, s.s. Lí­nu.Net, risarækjueldi o.s.frv. Nú sí­ðast vegna þess að þar á bæ hafa menn uppi plön um að byggja sumarbústaði á landi sem Orkuveitan þarf að eiga vegna jarðhita og selja þá. Þetta finnst fólki fáránlegt; að OR sé að byggja sumarbústaði og selja! Rökin gegn þessu eru þau helst (ein) að OR eigi ekki að standa í­ óskyldum rekstri, nær sé að selja landið en halda eftir nýtingarréttinum á jarðhitanum. Sjálfur efast ég um að það sé raunhæft. Landeigandi hlýtur alltaf að eiga þau hlunnindi sem jörðinni fygja og jafnvel þó slí­kum rétti sé haldið eftir hlýtur það einungis að vera tí­mabundið. Mér sýnist þetta vera mjög sniðug lausn til að tví­nýta landið, jarðhitann neðanjarðar og sumarbústaðina ofanjarðar.
Mér finnst reyndar lí­ka eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfir sig í­ að reka veitur (rafmagns- og hitaveitur) lí­ti á það sem eðlilegan hluta af starfseminni að reka lí­ka upplýsingaveitu (ljósleiðaranet), þar að auki held ég að öll fyrirtæki, sama hvað þau framleiða, myndu taka þátt í­ því­ að þróa nýjar leiðir og aðferðir við að nýta afurð þeirra. Frystihús taka þátt í­ því­ að þróa nýja fiskrétti og neytendapakkningar, álfyrirtæki taka þátt í­ því­ að rannsaka nýjar leiðir til að nýta ál í­ ýmsar vörur og Orkuveitan tekur þátt í­ því­ að kanna nýjar aðferðir við að nýta heitt vatn, t.d. með risarækjueldi. Allt fullkomlega eðlilegt. Það sem mér finnst ekki eðlilegt er að eyða formúum í­ að byggja þessa gí­gantí­sku, kolsvörtu skipsbrú uppi í­ írbæ sem er eins og klippt út úe einhverri Star Wars myndanna!

P.S. Ég er í­ góðum fí­ling.

112047002869605777

Rosalega var Formúlan skemmtileg í­ gær. Raikkonen stóð sig náttúrulega alveg hreint stórkostlega. Það er ég viss um að hann hefði unnið hefði hann ekki þurft að færa sig aftur um tí­u sæti á ráslí­nunni út af einhverjum vélavandræðum. Að sama skapi er ekki einleikið hvað Montoya kallinn er búinn að vera óheppinn í­ ár. Fyrst með þessi meiðsli sem gerðu hann ókeppnisfæran, svo að aka út af þjónustusvæðinu á rauðu ljósi og vera flaggaður út þegar hann var í­ verðlaunasæti og í­ gær bilaði hjá honum í­ mjög góðri stöðu. Ef MacLaren nær að halda báðum bí­lunum út heila keppni þá gæti ég jafnvel trúað þeim til að ná Renault. Sem betur fer náði Barrichello ekki í­ stigasæti þannig að MacLaren náði aftur forystu á Ferrari. Það veldur mér samt áhyggjum hvað Tifosiarnir eru að koma til núna þegar lí­ður á tí­mabilið. Með þessu áframhaldi er jafnvel möguleiki á því­ að Schumacher hafi séns í­ titilinn eitt árið enn (sem að mí­nu mati væri mjög slæmt fyrir Formúluna) en skemmtilegra hefði verið að sjá Trulli eða jafnvel Button blanda sér í­ þann slag.

112034833628024440

Það hefur mikið átt sér stað unddanfarna daga. Fjölskyldan rauk til Reykjaví­kur og við Gulla fórum á Duran Duran tónleikana. Það var náttúrulega alger snilld og sérstaklega gaman að sjá þegar Sí­mon hinn góði tók sig til og stakk sér út í­ mannhafið og dró sí­ðan einhverja snót upp á svið til að sjá um að kynna söngvara hljómsveitarinnar en áður var hann sjálfur búinn að kynna aðra meðlimi bandsins. Við lögðum aðeins frá höllinni (við Engjaskóla) í­ þeim tilgangi að lenda ekki í­ mestu örtröðinni í­ umferðinni. Á leiðinni þangað af tónleikunum ásamt einhverjum hundruðum annarra tónleikagesta sem höfðu lagt hér og þar um Grafarvoginn gengum við framhjá raðhúsalengju þar sem í­ einu húsinu, sem sneri stofuglugganum að göngustí­gnum þar sem allt þetta fólk var að ganga, var mjög svo dökkblá klámmynd í­ fullum gangi og einungis þunnar blúndugardí­nur fyrir glugganum. Það er ég viss um að húsráðandi hefur beðið eftir því­ að tónleikunum lyki áður en hann setti þessa sýningu í­ gang! En tónleikarnir voru hins vegar hvorki meira né minna en alger snilld.

í gærkvöldi fór ég svo með Degi og pabba á War of the Worlds. Hún var bara þokkaleg. Mér finnst samt svolí­tið ódýrt að halda sig við gamla plottið og gera ráð fyrir því­ að háþróaðar geimverur viti ekkert um bakterí­ur og ví­rusa og hafi ekki vit á því­ að sótthreinsa vatn á framandi plánetu áður en þær drekka það og andi að sér andrúmslofti okkar án þess að leiða að því­ hugan að það gæti verið þeim banvænt. Lí­ka svolí­tið skrýtið að þegar geimverurnar komu upp úr jörðinni í­ byrjun myndarinnar þá lögðu þær allt í­ rúst en þegar aðalsöguhetjurnar komast loksins til Boston þá standa öll hús þar ósnert og allir í­búarnir eru bara hressir að hafa það notalegt heima hjá sér. Minnir meira á rafmagnsleysi í­ Firðinum í­ gamla daga en innrás úr geimnum. Afhverju í­ ósköpunum voru geimverurnar lí­ka að geyma ví­gvélarnar neðanjarðar í­ milljónir ára áður en þær lögðu til atlögu? Afhverju umbreyttu þær ekki bara jörðinni strax? Er einvher ástæða fyrir þessu önnur en trúarbrögð Tom Cruise sem halda þessu ví­st fram. Þetta er reyndar stundum kallað Ví­sindakirkjan á í­slensku sem er misskilningur því­ Scient á ensku þýðir nokkurn vegin hugsandi á í­slensku. Hitt er annað mál að Scientology-kirkjan á ekkert skilt við ví­sindi eða hugsun. Þrátt fyrir þetta niðurrif mitt hérna þá fannst mér myndin allt í­ lagi.