112034833628024440

Það hefur mikið átt sér stað unddanfarna daga. Fjölskyldan rauk til Reykjaví­kur og við Gulla fórum á Duran Duran tónleikana. Það var náttúrulega alger snilld og sérstaklega gaman að sjá þegar Sí­mon hinn góði tók sig til og stakk sér út í­ mannhafið og dró sí­ðan einhverja snót upp á svið til að sjá um að kynna söngvara hljómsveitarinnar en áður var hann sjálfur búinn að kynna aðra meðlimi bandsins. Við lögðum aðeins frá höllinni (við Engjaskóla) í­ þeim tilgangi að lenda ekki í­ mestu örtröðinni í­ umferðinni. Á leiðinni þangað af tónleikunum ásamt einhverjum hundruðum annarra tónleikagesta sem höfðu lagt hér og þar um Grafarvoginn gengum við framhjá raðhúsalengju þar sem í­ einu húsinu, sem sneri stofuglugganum að göngustí­gnum þar sem allt þetta fólk var að ganga, var mjög svo dökkblá klámmynd í­ fullum gangi og einungis þunnar blúndugardí­nur fyrir glugganum. Það er ég viss um að húsráðandi hefur beðið eftir því­ að tónleikunum lyki áður en hann setti þessa sýningu í­ gang! En tónleikarnir voru hins vegar hvorki meira né minna en alger snilld.

í gærkvöldi fór ég svo með Degi og pabba á War of the Worlds. Hún var bara þokkaleg. Mér finnst samt svolí­tið ódýrt að halda sig við gamla plottið og gera ráð fyrir því­ að háþróaðar geimverur viti ekkert um bakterí­ur og ví­rusa og hafi ekki vit á því­ að sótthreinsa vatn á framandi plánetu áður en þær drekka það og andi að sér andrúmslofti okkar án þess að leiða að því­ hugan að það gæti verið þeim banvænt. Lí­ka svolí­tið skrýtið að þegar geimverurnar komu upp úr jörðinni í­ byrjun myndarinnar þá lögðu þær allt í­ rúst en þegar aðalsöguhetjurnar komast loksins til Boston þá standa öll hús þar ósnert og allir í­búarnir eru bara hressir að hafa það notalegt heima hjá sér. Minnir meira á rafmagnsleysi í­ Firðinum í­ gamla daga en innrás úr geimnum. Afhverju í­ ósköpunum voru geimverurnar lí­ka að geyma ví­gvélarnar neðanjarðar í­ milljónir ára áður en þær lögðu til atlögu? Afhverju umbreyttu þær ekki bara jörðinni strax? Er einvher ástæða fyrir þessu önnur en trúarbrögð Tom Cruise sem halda þessu ví­st fram. Þetta er reyndar stundum kallað Ví­sindakirkjan á í­slensku sem er misskilningur því­ Scient á ensku þýðir nokkurn vegin hugsandi á í­slensku. Hitt er annað mál að Scientology-kirkjan á ekkert skilt við ví­sindi eða hugsun. Þrátt fyrir þetta niðurrif mitt hérna þá fannst mér myndin allt í­ lagi.