111972876392899965

Þá er kominn laugardagur og leiklistarhátí­ðin er að verða búin. Ein sýning á morgun og þá er öllu lokið. Við settum Taktu lagið Lóa upp tvisvar á fimmtudaginn og báðar sýningarnar tókust nokkuð vel. Við fengum lí­ka ágætis gagnrýni, þ.e. við leikararnir en leikstjórinn var rakkaður niður að því­ er mér fannst að mörgu leiti óverðskuldað. Sérstaklega fannst mér þetta leiðinlegt þar sem leikstjórinn var ekki á staðnum til að svara fyrir sig. Ég er sjálfur búinn að sjá nokkrar sýningar og þær hafa allar haft upp á nokkuð að bjóða.

Fyrst sá ég leikritið Dýragarðssaga í­ leikstjórn Halldórs Magnússonar. Fjallar um fjölskylduföður sem situr í­ Central Park og er að lesa í­ bók þegar undarlegur einstæðingur kemur og fer að tala við hann upp úr þurru. Leikararnir tveir, Gunnar Björn Guðmundsson og Guðmundur Lúðví­k Þorvaldsson, voru mjög góðir. Leikstjórnin lí­ka flott og sviðsmyndin mjög skemmtileg. Leikverkið sjálft höfðaði hins vegar ekki til mí­n og satt best að segja fattaði ég ekki alveg pælinguna og fannst endirinn mjög klisjukenndur, en kannski er ég bara svona einfaldur.

Svo sá ég Memento Mori sem fjallar um hóp ódauðlegra vera sem hafa dregið sig í­ hlé frá samfélaginu og það rót sem kemur á tilveru þeirra þegar einn úr hópnum deyr! Mjög kraftmikið og flottar pælingar í­ gangi, rosalega flott atriði og áhrifarí­k, allir leikararnir stóðu sig að mí­nu mati mjög vel. Ég hafði áhyggjur af því­ í­ upphafi að þetta væri allt of artý fartý og listrænt fyrir minn smekk en svo reyndist ekki vera og ég hafði mjög gaman af þessu.

í gær sá ég lí­ka Daví­ð Oddsson Superstar. Það sást vel að þetta er reynsluminnsti hópurinn og verkið ber lí­ka merki ákveðins barnaskapar og einfelldni. Krafturinn í­ hópnum og meiningin í­ verkinu, ádeilar og skoðanirnar vega þetta hins vegar mjög vel upp. íreiðanlega frumlegasta sýningin sem ég sá og sú ferskasta en lí­ka kannski sú sem höfðaði minnst til mí­n persónulega.

í dag fór ég svo að sjá Allra kvikinda lí­ki sem er byggt á breskum teiknimyndasögum um Jóa og hundin hans Júdas. Mjög skemmtilegt leikrit með alveg frábærum svörtum húmor. Ég held að þetta sé sú sýning sem mér hefur fundist skemmtilegust. Leikararnir góðir og umgjörðin mjög skemmtileg.

Á morgun ætla ég svo að fara og sjá Náttúran Kallar en í­ kvöld er lokahóf úti í­ Freyvangi. Þangað ætla ég ekki því­ ég tí­mi ekki að borga 3.000,- kr. fyrir að fá að sitja í­ salnum í­ Freyvangi og borða pottrétti og hlusta á einhverja hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt minnst á áður.