Rosalega var Formúlan skemmtileg í gær. Raikkonen stóð sig náttúrulega alveg hreint stórkostlega. Það er ég viss um að hann hefði unnið hefði hann ekki þurft að færa sig aftur um tíu sæti á ráslínunni út af einhverjum vélavandræðum. Að sama skapi er ekki einleikið hvað Montoya kallinn er búinn að vera óheppinn í ár. Fyrst með þessi meiðsli sem gerðu hann ókeppnisfæran, svo að aka út af þjónustusvæðinu á rauðu ljósi og vera flaggaður út þegar hann var í verðlaunasæti og í gær bilaði hjá honum í mjög góðri stöðu. Ef MacLaren nær að halda báðum bílunum út heila keppni þá gæti ég jafnvel trúað þeim til að ná Renault. Sem betur fer náði Barrichello ekki í stigasæti þannig að MacLaren náði aftur forystu á Ferrari. Það veldur mér samt áhyggjum hvað Tifosiarnir eru að koma til núna þegar líður á tímabilið. Með þessu áframhaldi er jafnvel möguleiki á því að Schumacher hafi séns í titilinn eitt árið enn (sem að mínu mati væri mjög slæmt fyrir Formúluna) en skemmtilegra hefði verið að sjá Trulli eða jafnvel Button blanda sér í þann slag.