Ég hef merkilega gaman af þáttunum Mythbusters á Discovery. Umsjónarmennirnir taka fyrir ýmsar nútímaþjóðsögur og athuga síðan hvort það sem þær fjalla um sé mögulegt (þ.e. ekki hvort það hafi gerst eða ekki) og ef það er ekki mögulegt hvað þurfi þá til til að framkvæma það. Einna skemmtilegast fannst mér þegar þeir skutu bílaárekstrarbrúðu út úr risastóru röri sem var 1 metri í þvermál. Til að það tækist þurfti hins vegar miklar tilfæringar og því ljóst að þjóðsagan sem þessi tilraun byggði á hefði alls ekki getað átt sér stað.