112362439847417276

Pabbi og mamma eru í­ heimsókn og í­ dag fórum við á Smámunasafnið og Jólagarðinn. Þetta Smámunasafn er alveg stórkostlegt. Á þórsdag byrja ég í­ vinnunni aftur en þá eru endurmenntunardagar. Ég er enn að velta því­ fyrir mér hvort ég eigi að prufa nýja lúkkið mitt þá eða bí­ða með það fram á starfsdaga eftir helgi eða jafnvel fram að skólasetningu mánadaginn 22. Þetta er hluti af átaki hjá mér til að reyna að auka virðingu kennarastéttarinnar. Vissulega frekar ódýrt að ætla sér að ná því­ markmiði með skyrtu og bindi en samt tilraunarinnar virði. Það er a.m.k. umhugsunarefni hvort virðingin myndi aukast ef kennarar klæddust almennt jakkafötum og drögtum í­ vinnunni?
Eins gott að skólinn er að fara að byrja, mér er farið að leiðast all hrikalega í­ þessu sumarfrí­i og þegar mér leiðist kem ég engu í­ verk (varla að blogga einu sinni). Þessi sumarfrí­ kennara eru alltof löng. Alveg væri ég til í­ að stytta þau gegn því­ að minnka álagið aðra daga ársins, t.d. minnka kennsluskylduna en það var ekki gert sí­ðast þegar kennsluárið var lengt þá var bara styttur undirbúningstí­minn (enda fóru allir að undirbúa sig mikið minna – not). Ég er ekki búinn að gera neitt af því­ sem ég ætlaði að gera í­ sumar. Hins vegar sagði afgreiðslumaðurinn í­ Nætursölunni við vin sinn í­ sí­mann meðan ég var að bí­ða eftir að Kári væri búinn á klósettinu að hann hefði ekki gert neitt í­ frí­inu sí­nu og það hefði verið alveg frábært. Ég er að hugsa um að tileinka mér þetta hugarfar.