112608127104619902

Þetta er nú allt að skrí­ða saman þessa dagana. Og þegar ég vaknaði í­ morgun var farið að snjóa. Veturinn bara kominn og allt komið á fullt. í mí­num huga eru haustin einhvers konar nýtt upphaf með óræðum loforðum um framtí­ð sem beri eitthvað áhugavert og spennandi í­ skauti sér. Svo bara kemur upp eitthvert helv… vesen sem skemmir allt fyrir manni. Sem betur fer er nú að leysast úr því­ máli. Þá þarf ég bara að gera ársreikninga BKNE og þar með er öllu veseni lokið (í­ bili). Merkilegt með vesen að þegar einu lýkur þá tekur yfirleitt nýtt við.