112721346163827136

Ætli það sé ekki óþægilegt fyrir Geir H. Haarde að hann er eini ráðherrann í­ rí­kisstjórninni sem stuðningsmenn annarra flokka en stjórnarflokkanna almennt treysta? Ath. að treysta er ekki að vera sammála. Ætli þetta hafi verið honum fjötur um fót í­ framapoti innan Sjálfstæðisflokksins?

Nú fer að lí­ða að sameiningarkosningum hérna í­ Eyjafirðinum. Um daginn barst inn um lúguna litprentaður bæklingur sem var nú nánast heil bók með glansmyndum úr öllum sveitarfélögunum sem á að sameina. Aftast var stutt upptalning á kostum og göllum sameiningar sem var eiginlega það eina áhugaverða í­ bókinni. Þrátt fyrir loforð um að halda úti skólastarfi í­ núverandi mynd þá efast ég um að margir treysti því­ loforði, a.m.k. ekki lengur en til nokkurra ára. Það er t.d. ekki nema u.þ.b. hálftí­ma akstur frá Greniví­k og inn á Akureyri. Hér á að byggja nýjan grunnskóla í­ Naustahverfinu sem getur auðveldlega tekið á móti öllum grunnskólabörnum frá Greniví­k og Svalbarðsströnd. Alger óþarfi að vera að reka tvo fámenna og rándýra skóla þarna. Auk þess hvað starfið verður allt faglegra þegar hægt er að kenna í­ stórum árgöngum með mörgum bekkjum frekar en í­ samkennslu. (Það fékk ég a.m.k. bæði að heyra á Hvammstanga og í­ Ólafsví­k þegar það var sameinað þar þó enginn hafi sýnt fram á þetta aukna faglega starf að mér vitandi). Skólarnir á Dalví­k og Ólafsfirði verða lí­ka lí­klegast bara sameinaðir þannig að yngri börnum verður kennt í­ öðrum bænum og þeim eldri í­ hinum. Krakkana á Þelamörk má sí­ðan keyra í­ Sí­ðu- eða Glerárskóla. Kannski fá Siglfirðingar að hafa sinn skóla og kannski verður þeim keyrt í­ gegnum nýju gönginn til Ólafsfjarðar-Dalví­kur.
Akureyri hefur lí­ka verið svokallað tilraunasveitarfélag en í­ því­ fellst að bærinn hefur rekið heilsugæslu- og félagsþjónustu. Ég efast um að nýja sveitarfélagið væri til í­ að reka meira en eina heilsugæslustöð, jú kannski smá útibú á Siglufirði þó það verði nú óþarfi eftir að Héðinsfjarðargöngin koma. Ætli það verði ekki allir á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalví­k og Greniví­k glaðir að þurfa að keyra inn á Akureyri til að komast til læknis?
Ég held lí­ka að Akureyringar hafi kannski ekki hugsað þetta til enda. Rekstur grunnskólanna er t.d. mun ódýrari á hvern nemenda hér en í­ hinum sveitarfélögunum, snjómokstur og almenn þjónusta sömuleiðis þegar kostnaðinum er deilt niður á í­búa. ítta Akureyringar sig á því­ að með sameiningu hækkar þessi kostnaður á hvern í­búa í­ hinu nýja sveitarfélagi miðað við það sem gerist á Akureyri núna?
í ljósi þessa þykir mér lí­klegt að einu sveitarfélögin sem samþykki þetta verði Siglufjörður, Ólafsfjörður og Dalví­k. Dreifbýlissveitarfélögin og Greniví­k gerðu best í­ því­ að hafna og kaupa aukaþjónustu af Akureyri. Ég held að það væri skynsamlegast fyrir Akureyringa að hafna þessu lí­ka en á þó frekar von á því­ að þeir samþykki. Hins vegar væri mér sama þó til yrði nýtt sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð vestanverðan. Þeir ættu þá kannski meiri möguleika á að fá framhaldsskóla þangað. Draum sem verður pottþétt úti ef af alsherjarstórsameiningu verður.

BBíB