112910621187308341

Einu sinni var til fyrirbæri á Íslandi sem hét Rí­kisútgáfa Námsbóka. Það var lagt niður. Rí­kisútgáfan sá um að gefa út allar þær námsbækur sem út komu á Íslandi. Reyndar var niðurlagning Rí­kisútgáfunnar ekkert risaskref í­ námsbókaútgáfu á Íslandi því­ í­ staðinn var sett á stofn Námsgagnastofnun sem tók nánast óbreytt við hlutverki hinnar gömlu Rí­kisútgáfu. Sú breyting varð þó á að aðrir fóru að gefa út námsbækur sem Námsgagnastofnun tók meira að segja að sér á stundum að dreifa til skóla. í dag getur hver sem er gefið út kennslubók og það hafa margir gert, bæði einstaklingar, forlög og fyrirtæki. Ég er að kenna í­slenskubók eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson sem hann gaf út sjálfur, ein besta dönskubókin í­ gegnum tí­ðina var gefin út af Máli og Menningu og Mjólkursamsalan tók sig til um árið og gaf út kennsluefni í­ í­slensku. Félagasamtök og alþjóðastofnanir hafa lí­ka gefið út námsefni. Það eru svo kennarar í­ hverjum skóla sem ákveða hvaða námsefni þeir vilja nota í­ sinni kennslu (mjög margir búa til námsefni sjálfir) og panta það inn í­ gegnum skólann, enda fá allir skólar s.k. bókakvóta til kaupa á námsefni og er hluti þess kvóta sem skólar fá hjá Námsgagnastofnun þess eðlis að hægt er að nýta hann til kaupa á efni frá öðrum.
Umræðan um það hverra hlutverk það er að gefa út námsefni er því­ að mí­nu viti frekar vitlaus og undarlegt að sjá alþingismenn og hagsmunasamtök rí­sa upp til handa og fóta þegar fyrirtæki sem ekki er þeim þóknanlegt tekur sig til og ákveður að gefa út kennsluefni. í mí­num huga snýst þetta mál á engan hátt um það hvort maður sé fylgjandi eða andví­gur framkvæmdum fyrirtækisins, heldur hinu að það ætlar að gefa út námsefni um orku, orkuvinnslu og eðlisfræði rafmagns fyrir skólastig þar sem slí­kt efni er af skornum skamti. Það sem helst má gagnrýna er að fyrirtækið ætlar í­ kynningarskyni að efna til ritgerðarsamkeppni og bjóða þeim sem sigra að ritgerðirnar verði geymdar til frambúðar í­ tí­mahylki sem staðsett verður í­ mjög svo umdeildri virkjun sem fyrirtækið er að láta byggja. Samt veit ég ekki betur en að fyrirtæki og félagasamtök hafi áður efnt til ritgerðarsamkeppna og veitt verðlaun.
Það sem mér finnst kannski sárast í­ þessu er að lektor í­ Kennaraháskólanum hefur tjáð sig mikið um málið, alþingismenn, náttúruverndarsamtök og í­ útvarpi hefur verið rætt við fulltrúa fyrirtækisins. Enginn grunnskólakennari hefur hins vegar stigið fram á sjónarsviðið, enginn hefur leitað álits þeirra og Félag grunnskólakennara hefur þagað þunnu hljóði. Samt hefur mikið verið talað um skoðun kennara í­ þessu máli án þess að hún hafi nokkurs staðar komið fram.
Er furða að við eigum erfitt með að fá samfélagið til að lí­ta á okkur sem fagstétt þegar við tökum ekki einu sinni þátt í­ umræðu sem snertir okkar fag heldur látum lektora við KHí um það?