112988610502922584

Stundum þegar mér finnst ég vera að hugsa um eitthvað merkilegt lí­ður mér eins og sýn mí­n á efnið sé einstök og að ég hafi komið auga á eitthvað sem aðrir hafa ekki tekið eftir. Þá hugsa ég stundum með mér: „Já, einmitt.“ Og kinka svo kolli spekingslegur á svipinn. Stundum bæti ég jafnvel við: „Kannski að ég bloggi um þetta.“ En svo þegar kemur að því­ að blogga er ég náttúrulega búinn að gleyma snilldinni og þá vaknar að sjálfssögðu sú spurning hvort um nokkra snild hafi verið að ræða en ekki bara hversdagslegar vangaveltur.
í sjónvarpinu um daginn var verið að segja frá stúlku með Downs sem hraktist úr vanalegum skóla í­ skóla þar sem vinna sérfræðingar í­ hennar málum sem geta aðstoðað hana mun betur í­ námi en kennari í­ tæplega 30 manna bekk með þremur ofvirkum, fjórum lesblindum og einum með alvarlegar geðraskanir.
Það merkilega þótti mér samt í­ fyrsta lagi að foreldrum stúlkunnar virtist finnast það slæmt að stúlkan gat ekki verið í­ blönduðum bekk. Þessi hugmynd um blandaða bekki er lí­klega mesta kvöl skólanna í­ dag, sprottin upp af gremju fólks sem lenti í­ tossabekk í­ gamla daga en hefur samt bjargað sér í­ lí­finu. Vandinn er sá að gömlu „tossarnir“ sem núna eru búnir að meika það feitt átta sig ekki á því­ að blandaðir bekkir þýðir ekki bara að góðir og slakir nemendur eru saman í­ bekk, heldur lí­ka að nemendur með mikil hegðunarvandræði geta terrorí­serað heilu bekkjardeildirnar árum saman og mikið fatlaðir nemendur fá ekki þá þjónustu og, væntanlega, aðstoð sem þeir þurfa og væri hægt að veita þeim í­ sérdeildum eða sérskólum.
Vissulega eru grunnskólarnir mismunandi hvað þetta varðar og í­ mí­num skóla er til dæmis rekin sérdeild fyrir mikið fatlaða nemendur svo þeir geti sótt nám í­ sinn hverfisskóla. Það er flott. Það sem mér finnst skrýtið er af hverju nemendur með sömu vandamál annars staðar í­ bænum eru ekki sendir til okkar þar sem aðstaða, fagþekking og reynsla er til staðar í­ stað þess að reyna að koma þeim fyrir í­ sí­num hverfisskóla sem hefur engar forsendur til að þjóna þeim.
í öðru lagi finnst mér skrýtið að enginn kennari var spurður álits á þessu. Það var reyndar sagt að skólastjórinn vildi ekki tjá sig um málið, en hefði ekki verið hægt að hafa samband við Félag grunnskólakennara eða kennara sem hefur reynslu af að vinna með börnum með Downs og veit hvaða sérþjónustu þau þurfa eða bara einhvern kennara sem hefur reynslu af því­ að kenna í­ blönduðum bekk?
Þetta finnst mér gerast trekk í­ trekk að svo er litið á sem kennarar hafi bara ekkert til málanna að leggja og ég er viss um að aðrar háskólastéttir þurfa ekki að búa við það að um þeirra málefni sé fjallað án þess að þær taki sjálfar þátt í­ umræðunni. Kennarar hafa þar að auki ekki verið nógu duglegir að krefjast þess að störf þeirra séu háskólastörf og séu unnin á fræðilegum forsendum, þ.e. að kennarar stundi almennt rannsókna og tilraunastörf, hafi skyldu að gegna fræðilegu starfi t.d. með ritstörfum á fag- eða uppeldissviði sem styðjist við eigin rannsóknir og kenningasmí­ði. Að þeir séu virkir þátttakendur í­ að þróa kennarastarfið áfram og móta það en ekki bara óvirkir móttakendur fróðleiks sem er búinn til í­ háskólum þar sem menn hafa misraunhæfa mynd af því­ hvað felst í­ því­ að kenna 16 – 30 manna bekkjum í­ 27 – 28 tí­ma á viku með tilheyrandi undirbúningi, hegðunar- og námsvandamálum o.s.frv. Þegar þú horfist í­ augu við þann veruleika á hverjum degi virka kenningarnar nefnilega stundum svolí­tið draumórakenndar. Ætli þær væru betri ef það hefðu verið raunverulegir grunnskólakennarar sem hefðu verið að rannsaka, kanna og móta þessar nýju stefnur? Mig rennir í­ grun að svo gæti verið.
Það þarf nú varla að minnast á það en svo róttæk breyting á starfi kennara sem hér er um að ræða krefst lí­ka algerrar endurskoðunar á menntakerfinu.
Btw. Nú mundi ég eftir einu. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að samfelldir grunnskólar með 1. – 10. bekk er galin hugmynd. Unglingastigið á a.m.k. enga samleið með yngri deildunum og það er frekar hemill á góðar hugmyndir og starf að hafa þetta saman í­ stofnun. Það er bara ekki hægt að hafa sömu reglur, sama starf (t.d. þemastarf) á þessu mikla aldursbili. Þar að auki finnst mér oft sem yngri barna kennarar hafi engan skilning á því­ hvað felst í­ því­ að kenna unglingum og eflaust er það gagnkvæmt. Við í­ unglingadeildunum sýnum starfinu í­ yngstu bekkjunum örugglega ekki alltaf fullan skilning. Ég held því­ að gamla skiptingin í­ barna- og gagnfræðaskóla hafi verið mun skynsamlegri og það ætti að taka hana upp aftur.