Mér finnst gersamlega fáránlegt að Gente di Mare hafi ekki verið með á topp 14 í Eurovisionþættinum í gær. Jafn fáránlegt og að gríska lagið frá því í vor hafi verið þar. Ekki það að þetta gríska lag hafi verið eitthvað slæmt. Alls ekki. Síður en svo. Það var bara á engan hátt einstakt. Ekki frekar en Take me to your Heaven, Fangad af en stormvind, Romeo, eða Alles haat ijts Riitjme. (Stafsetning á einhverju af þessu gæti verið vitlaus) að ekki sé nú talað um íœber die Bruche gehen. Allt svona dæmigerðir miðlungs Eurovisionslagarar. Sjálfur var ég búinn að kjósa Dinle og Mi Svane sem flotturstu Eurovisionlög allra tíma. Það eru flott lög.
Það er hins vegar huggun harmi gegn að réttu tvö lögin enduðu í fyrstu tveimur sætunum.