113070807875489574

Freyvangur sýndi kabarettinn núna á föstudaginn og í­ gær. Ég lék prest, ofbeldishneigðan Akureyring og Playboy-kaní­nu. Það var mjög gaman og í­ gærkvöld var svo heljarinnar ball og læti. Það var reyndar alls ekki gaman. Jú, það var gaman að drekka nokkra bjóra með fólkinu og spjalla baksviðs, en drukkin ungmenni í­ ærandi hávaða á balli er ekki mí­n hugmynd að skemmtun svo ég fór bara snemma. Þ.e.a.s. upp úr 2 um nóttina. Hins vegar hitti ég Ragnar sem var í­ Freyvangsleikhúsinu þegar við settum um Ronju og er Terry Pratchett fan eins og ég. Við ákváðum samstundis að setja upp Pratchett leikhús á Akureyri næsta sumar en hann býr á höfuðborgarsvæðinu núna en er væntanlegur norður aftur í­ vor. Þannig að næsta haust setjum við upp Pratchett leikrit á Akureyri ef Ragnar hefur ekki verið of drukkinn til að muna nokkuð eftir þessu.
Ég er þegar búinn að tryggja mér nýjustu kiljuna í­ jólagjöf og hlakka „gegt“ til.
BBíB!