113267104020359037

Nemendur í­ 10. bekk eru ákaflega uppteknir af samræmdu prófunum og ástæðan fyrir því­ er sú að kennarar kynna þau fyrir þeim sem n.k. stóradóm sem öll framtí­ð þeirra miðist við. Mér sýnist á umræðunni um samræmd stúdentspróf að þau séu að verða sama marki brennd. Þ.e. að kennsla og námsefni fari meira og meira að miða við þessi ákveðnu próf en ekki þær áherslur sem viðkomandi skóli og kennari telja skynsamlegastar. Ég held lí­ka að kennarar hafi oft óraunhæfar hugmyndir um samræmdu prófin. Þannig verð ég var við að margir kennarar halda að maður þurfi að taka samræmd próf til að komast inn í­ framhaldsskóla og ákveðin samræmd próf inn á ákveðnar deildir auk þess sem gerð sé krafa um lágmarkseinkunn. Jafnvel hef ég hitt kennara sem enn standa í­ þeirri trú að samræmdu prófin séu skylda.
Hið rétta í­ málinu er að nemendur geta valið hvaða samræmd próf þeir taka ef þá nokkur. Þegar þessu var breytt í­ þessa veru hættu prófin náttúrulega að hafa það gildi sem samræmdur mælikvarði á nemendur og skóla sem þau höfðu. Vissulega þarf (stundum) að taka ákveðin samræmd próf til að komast inn í­ ákveðnar deildir framhaldsskóla þó sumir þeirra lí­ti gjarnan til skólaeinkunnar ef samræmt próf vantar. Hins vegar geta allir nemendur (lí­ka þeir sem taka engin samræmd próf) farið í­ framhaldsskóla á s.k. almenna braut þar sem þeir læra kjarna sem er sameiginlegur öllum deildum og geta oft tekið val með af hvaða deild sem er. Þeir þurfa enn fremur ekki að taka s.k. núll-áfanga í­ þeim fögum sem þeir hafa náð viðunandi skólaeinkunn í­.
Þess vegna vil ég koma með eftirfarandi uppástungu. Þar sem kennarar í­ grunnskólum kvarta hástöfum yfir samræmdu prófunum og telja þau stýra kennslu og áherslum legg ég til að við skráum einfaldlega enga nemendur í­ samræmd próf. Ef enginn nemandi tekur samræmt próf þá eru þau augljóslega þar með fallin úr gildi. Það er ljóst að þetta mundi ekki skaða nemendur hið minnsta þar sem allir kæmust jú inn á almenna deild og gætu tekið 1. árið í­ hvaða deild sem er auk þess sem flestir framhaldsskólar mundu örugglega taka nemendur með góðar skólaeinkunnir beint inn á þær deildir sem þeir sæktu um. Ef mönnum er alvara með óánægju sí­na með samræmd próf þá er þetta leiðin til að afnema þau.