113291320494644354

Mikið leiðast mér rangar fréttir. Sérstaklega fréttir sem hefði verið svo auðvelt að hafa réttar ef menn hefðu fyrir því­ að ræða við þá er málið varðar. Þannig er það með fréttina um lí­feyrissjóðsskuldbindingar Rí­kisins vegna LSR. Þar var því­ slegið upp að hver í­slendingur á almennum vinnumarkaði skuldaði rí­kisstarfsmönnum 2 milljónir svo rí­kið gæti staðið undir lí­feyrisgreiðslum og að þennan pening ætti að sækja með aukinni gjaldheimtu, stöðugt ykjust lí­feyrisskuldbindingarnar og með áframhaldandi þróun ef ekkert yrði að gert myndi þetta kosta mörg hundruð milljarða.
í þessu er svo margt rangt að maður veit varla hvar á að byrja! Fyrir utan það að lí­klega hefði ekki þurft nema eitt stutt sí­mtal við LSR til að fá réttar upplýsingar í­ stað þess að treysta á upphrópanir einhvers hagfræðings úti í­ bæ sem virðist annað hvort illa upplýstur eða ví­svittandi að villa um fyrir fólki í­ pólití­skum tilgangi.
í fyrsta lagi. Ef þetta væri skuldin og rí­kið þyrfti að ná þessum peningum með auknum sköttum myndu þeir skattar að sjálfssögðu leggjast alveg eins þungt á rí­kisstarfsmenn eins og fólk á almenna vinnumarkaðinum.
í öðru lagi þá var LSR jafngreiðslusjóður sem þýðir að hann hefði farið á hausinn um leið og hann þurfti að borga meira út en kom inn í­ hann. Þ.e. um leið og iðgjöld nægðu ekki fyrir lí­feyrisgreiðslum og þegar dró úr fólksfjölgun var það óumflýjanlegt. Þessu fyrirkomulagi var breytt og nú er LSR rekinn í­ tveimur deildum B deildin er gamli jafngreiðslusjóðurinn og það er vegna hans sem þessar skuldbindingar eru. Sá hluti sjóðsins er lokaður og í­ hann bætast ekki fleiri félagar. Þ.e. B hlutin deyr með sí­num sí­ðasta félaga og þá er þetta vandamál úr sögunni. Það heldur því­ ekki áfram að vaxa um ókomin ár. A hlutinn er söfnunarsjóður þar sem hver félagsmaður hefur sí­n réttindi og hans innleg fer í­ að borga lí­feyrinn hans sí­ðar. Vegna þessa hluta sem verður eini hlutinn í­ framtí­ðinni þarf því­ ekki að axla þessar skuldbindingar.
Þannig að: Lí­feyrisskuldbindingarnar aukast því­ aðeins þangað til sí­ðasti félaginn í­ B hluta LSR lætur af störfum, það á ekki að innheimta 2 milljónir í­ sköttum af hverjum og einum sem vinnur á almennum markaði og það er fyrir löngu sí­ðan búið að grí­pa til þeirra aðgerða sem þurfti til að leysa vandamálið. Ætli þetta hafi verið ekki frétt gærdagsins?