113380056735743154

Um daginn sagði ég frá frétt sem ég heyrði á NFS um lí­feyrisskuldbindingar rí­kisins. Núna er í­ gangi önnur frétt sem ég sá fyrst í­ auglýsingu frá DV undir fyrirsögninni: „Kúkað í­ skólatöskur“. Fréttin er eitt stórt skí­tkast í­ minn gamla skóla Ví­ðistaðaskóla og augljóst að engum hjá NFS hefur dottið í­ hug að hafa samband við skólann heldur eru endurteknar órökstuddar fullyrðingar foreldra eins og um sannindi sé að ræða. Svona vinnubrögð valda því­ að maður hættir að treysta stöðinni. Þess vegna er ég mjög tregur til að trúa því­ að úttekt fræðslumiðstöðvar Reykjaví­kur á því­ sem aflaga fór í­ samningaferlinu fyrir verkfall grunnskólakennara sé tómt skí­tkast í­ samninganefnd FG þó svo stöðin haldi því­ fram. Stefán Jón Hafstein hélt fund þar sem ég sá hann tala um að helst skorti upp á traust milli samningsaðila (staðreynd sem FG benti á áður en samningaferlið hófst). Þó oft sé ekki mikið mark takandi á Stefáni þá efast ég um að skýrslan snúist eingöngu um að ekki sé hægt að treysta samninganefnd FG/Kí en LN sé trúmennskan uppmáluð. Annars ætla ég að lesa þessa skýrslu sjálfur bráðlega og get þá sagt meira um hana.
í ljósi þessa er ég hins vegar hættur að treysta fréttum NFS – a.m.k. í­ bili.