Um daginn sagði ég frá frétt sem ég heyrði á NFS um lífeyrisskuldbindingar ríkisins. Núna er í gangi önnur frétt sem ég sá fyrst í auglýsingu frá DV undir fyrirsögninni: „Kúkað í skólatöskur“. Fréttin er eitt stórt skítkast í minn gamla skóla Víðistaðaskóla og augljóst að engum hjá NFS hefur dottið í hug að hafa samband við skólann heldur eru endurteknar órökstuddar fullyrðingar foreldra eins og um sannindi sé að ræða. Svona vinnubrögð valda því að maður hættir að treysta stöðinni. Þess vegna er ég mjög tregur til að trúa því að úttekt fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur á því sem aflaga fór í samningaferlinu fyrir verkfall grunnskólakennara sé tómt skítkast í samninganefnd FG þó svo stöðin haldi því fram. Stefán Jón Hafstein hélt fund þar sem ég sá hann tala um að helst skorti upp á traust milli samningsaðila (staðreynd sem FG benti á áður en samningaferlið hófst). Þó oft sé ekki mikið mark takandi á Stefáni þá efast ég um að skýrslan snúist eingöngu um að ekki sé hægt að treysta samninganefnd FG/Kí en LN sé trúmennskan uppmáluð. Annars ætla ég að lesa þessa skýrslu sjálfur bráðlega og get þá sagt meira um hana.
í ljósi þessa er ég hins vegar hættur að treysta fréttum NFS – a.m.k. í bili.