113337007336712220

Sumum finnast borgaralegar fermingar asnalegar. Það finnst mér allt í­ lagi þó ég sé ekki sömu skoðunar. Að sjálfssögðu má fólki finnast það sem því­ sýnist. Sjálfum finnast mér fermingar þjóðkirkjunnar asnalegar og margt fleira sem ég gæti notað sterkari lýsingarorð um. Ég vil lí­ka fá að hafa þá skoðun í­ friði.
Undarlegra finnst mér þó þegar fólk er að reyna að gera hátí­ðir eins og jólin að einhverju sér kristnu. Enda varla hægt að hugsa sér heiðnari hefð en jólahald. Kristin jól? Hvað kemur næst? Kristin Þorrablót?