113310621201061139

Ég hef tekið eftir því­ að ýmsir kvenbloggarar eru með tengla á myndir af fáklæddum karlmönnum á bloggum sí­num eða jafnvel myndirnar sjálfar, sumir einstaka sinnum en aðrir reglulega. Ég hef ekki tekið eftir samskonar tenglum eða myndum af fallegum konum hjá karlbloggurum af einhverjum ástæðum. Þess vegna er ég að hugsa um að brjóta þessa ósýnilegu múra og lí­t á það sem framlag af minni hálfu til jafnréttisbaráttunnar. Svo er nefnilega mál með vexti að mér hefur lengi fundist þessi kona alveg ákaflega myndarleg snót.