113387700077630770

í skýrslu Fræðsluráðs Reykjaví­kur um ferli kjaraviðræðnanna kemur fram ýmis gagnrýni á FG/Kí. Þetta er allt gagnrýni sem við kennarar höfum sjálfir haft í­ frammi, s.s. að kröfugerðin hafi ekki verið nógu vönduð, skort forgangsröðun o.s.frv., að Kí skorti sérfræðinga til að aðstoða við undirbúning kröfugerða og útreikninga (þ.e. hagfræðing eins og önnur stéttarfélög hafa) og að hlé á samningaviðræðum um sumarið 2005 hafi ekki verið forsvaranlegt. (Kí vill nú halda fram að samstaða hafi verið um þessa frestun samningaviðræðna við LN og Kí beri enga ábyrgð á henni þó LN haldi öðru fram). Þessi gagnrýni sýnist mér bæði réttmæt og vel rökstudd. Önnur gagnrýni á Kí/FG í­ skýrslunni er ekki skýrsluhöfunda heldur álit LN. í skýrslunni kemur einnig fram gagnrýni Kí/FG á LN og báðir aðilar koma því­ sí­nu sjónarmiði á framfæri.
í skýrslunni er lí­ka að finna gagnrýni höfunda á LN sem að sama skapi er réttmæt og vel rökstudd. Ég fer kannski yfir hana í­ stuttu máli sí­ðar.
Það sem skiptir mestu máli er að niðurstaðan er sú að hvorugur samningsaðili beri í­ raun ábyrgð á því­ hvernig fór heldur bar einfaldlega of mikið á milli og skoðanir manna og ánægja með samninginn 2001 var mjög misjöfn. Sveitarfélögin voru yfir sig ánægð með þann samning og vildu ganga lengra í­ þá átt sem þá var gert en kennarar voru yfir sig óánægðir og vildu helst ná til baka öllu sem þá var fórnað. Það merkilega er að sveitarfélögin virtust vera algerlega vitundarlaus (að eigin sögn) um þessa óánægju sem er skrýtið í­ ljósi allra þeirra deilumála sem upp komu og sveitarfélögin létu ávallt ganga alla leið fyrir dómstólum þrátt fyrir að þau töpuðu þeim öllum. Undarlegt að samningsaðili sem er kærður trekk í­ trekk og tapar öllum málum skuli ekki átta sig á að fólk er óánægt með samninginn.
Þannig að skýrsluhöfundar komast að því­ er mér virðist að réttri niðurstöðu um ástæðu þess að deilan varð jafn erfið og hún varð og varpa fram áhugaverðum leiðum til úrbóta sem ég held að sé rétt að skoða vandlega. Lí­klega geri ég það hér sí­ðar.