113596481215053785

King Kong

Mánudaginn 19. desember fór ég með unglingadeild Giljaskóla að sjá King Kong.
Ég skal taka það fram að sjálfur hafði ég engan áhuga á að fara á þessa mynd og
það litar lí­klega álit mitt á henni því­ það má draga saman í­ einni spurningu:
Til hvers?
Jú, jú, myndin er rosalega vel gerð en maður er nú bara orðinn þannig að það að
horfa á tölvugrafí­k og tæknibrellur í­ þrjá klukkutí­ma hefur ekkert aðdráttarafl
svona út af fyrir sig. Aðalleikkonan er lí­ka voðalega sæt en lí­ka voðalega
lí­tið annað. Engin persónanna er trúverðug eða skapar samúð (ekki einu sinni
apinn). Bardagaatriði apans, t.d. við þrjár grameðlur, eru allt of löng og
undir lokin fer maður eiginlega að vona að helv…. eðlunar gangi frá honum bara svo
þetta fari að verða búið. Þrátt fyrir þetta er myndin ágætis, ef langdregin,
skemmtun þangað til apinn næst. Sem er alveg gersamlega fáránlegt atriði í­
ljósi fyrri átvika í­ myndinni. Þar tekur myndin all svakalegan niðurkipp sem
hún nær sér aldrei upp úr en byrjaði þó í­ ákaflega rasí­skum atriðum í­ fyrri
hluta myndarinnar bæði hvað varðar frumbyggjana á eyjunni og þegar göfugi
svarti maðurinn fórnar sér fyrir munaðarlausa og saklausa hví­ta drenginn. Allt
í­ seinni hluta myndarinnar, þ.e. eftir að þau koma til baka til Bandarí­kjanna,
er í­ einu orði sagt: Fáránlegt.
Það stenst ekkert og stórsyndugur kvikmyndagerðarmaðurinn með handtökuskipun á
bakinu, fjársvik, stuld og ég veit ekki hvað er orðinn Broadwaypródúser án
nokkurra minnstu vandkvæða þar sem górilluapi sem nokkru fyrr buffaði þrjár
grameðlur með annari hendi (þurfti að halda á sætu með hinni mest allan tí­mann)
situr hlekkjaður við steypuklumpa sem standa upp úr sviðinu og virðist ekkert
geta gert og verður svo trylltur vegna ljósagangs frá flössum
dagblaðaljósmyndaranna. íkaflega Frankenstein eitthvað, fyrirsjáanlegt og leim.
Lokaatriðin með apanum á Empire State byggingunni lí­ta svo lí­ka jafn svakalega
vel út og afgangurinn af myndinni en eru lí­ka alveg jafn innihaldslaus. Þegar
kvikmyndagerðarmaðurinn röltir sér svo í­ gegnum mannþvöguna við lí­k risavaxna
apans og lætur hrynja af vörum sér speki myndarinnar í­ einni setningu sem
hljómaði eins og hún hefði verið tekin aftan af lúinni baksí­ðu notaðrar
sakamálakilju frá 7. áratuginum sökk myndin dýpra í­ merkingarlausa vitleysu,
smekkleysi og hræsni en okkru sinni áður.
Sem sagt: Mjög góð mynd, frábærlega gerð, flott tölvugrafí­k og tæknibrellur,
leikur fí­nn og öll tæknileg atriði í­ einu orði sagt frábær. Það er bara
innihaldið sem skemmir hana og gerir hana ósjáanlega. Það var búið að gera tvær
King Kong myndir og það var engin þörf fyrir þá þriðju. Ég spyr bara: Til
hvers?

Næst verður fjallað um Narní­u.