113767031324324096

Það breytist margt þegar maður verður eldri. Einu sinni hélt ég t.d. að Egill Helgason væri skynsamur maður. Að ví­su var ég ekki alltaf sammála honum en þegar við vorum ekki á sama máli sýndist mér þó að hann byggði skoðanir sí­nar á einhverjum rökum eða grunni sem ég gat skilið.
í dag fjallar hann hins vegar um fordóma og fáfræði. Sérstaklega þær árásir sem Karl biskup hefur orðið fyrir vegna ummæla sinna um hjónaband samkynhneigðra. Egill segir m.a. „Sjálfur er ég kominn af kristinni fjölskyldu, hef umgengist trúað fólk allt mitt lí­f – án þess þó að ég telji mig hafa neitt umboð til að tala í­ nafni kirkjunnar. Flest af þessu fólki er gott og grandvart, umburðarlynt og kærleiksrí­kt, sumt hefur lifað lí­fi sem einkennist af mikilli fórnfýsi, en mér heyrist að margt af því­ eigi erfitt með að sætta sig við kirkjuví­gslur samkynhneigðra. Það er ekki vegna fordóma eða fáfræði – ég vil leyfa mér að henda þeim orðum á haug – heldur viðhorfa sem er erfitt að kasta burt í­ einu vetfangi.“ Viðhorf en ekki fordómar. Ef ég væri t.d. þeirrar skoðunar að svartir menn væru ómerkilegri en hví­tir og ættu ekki að hafa sömu réttindi þá væri það s.s. viðhorf en ekki fordómar, sérstaklega ef ég væri úr samfélagi þar sem slí­kir kynþáttafordómar, afsakið kynþáttaviðhorf, hefðu tí­ðkast.
Svo er jafnvel merkilegra að samkvæmt Agli er það að berjast gegn hatursáráðri gegn samkynhneigðum dæmi um „pólití­ska rétthugsun sem er gengin af göflunum“, t.d. ýmsum teiknimyndasögum sem strangtrúaðir dreifa til barna með þeim skilaboðum að ef þau laðist að sama kyni þá sé eitthvað athugavert við þau og þau þurfi að láta presta afhomma sig. Samt hefur reynslan sýnt okkur að þessi áróður í­ bland við fordómafullt (viðhorfafullt) samfélag hefur jafnvel leitt til sjálfsmorða, sjálfsafneitunar, niðurbrots manneskjunnar o.s.frv. Það eru nöturleg sjónarmið sem Egill talar fyrir. Fordómar eru viðhorf þegar hann er sammála þeim og barátta gegn þeim er pólití­sk rétthugsun sem er gengin af göflunum.
Ég vil hvetja alla til að lesa pistilinn hans Egils en prófið að setja orðin svertingjar eða rasismi alls staðar þar sem Egill segir samkynhneigðir eða hómófóbí­a. Ég er viss um að ykkur á eftir að bregða svolí­tið.

Leave a comment