113840484609079025

Margir hneykslast á dönskunni. Danir hafa ekki haft fyrir því­ að búa til nýyrði í­ sama mæli og við. Smábörn heita baby á dönsku og helgin weekenden. Sjálfum finnst mér danska fyrst og fremst fyndin og skemmtileg. Til sundere og stærkera hí¥r! Sagt með djúpum karlmannshreim og kokerrum frá helví­ti er til dæmis ótrúlega skemmtilegt á að hlusta. Nú hafa menn áhyggjur af því­ að í­slenskan sé að þróast í­ sömu átt. Beygingarkerfið er að taka miklum breytingum, nafnháttur er að yfirtaka flóknari beygingarmydnir sagna, viðtengingarhátturinn á undir högg að sækja og nýja þolmyndin hljómar ankanalega í­ eyrum þroskaðra mælenda. Unga kynslóðin á þar að auki að vera hætt að lesa.
Ég held að við þurfum alls ekki að hafa áhyggjur af því­ að í­slenskan fari sömu leið og danskan. Þó svo að beygingarkerfi einfaldist, verði t.d. aðeins tvö föll nema af persónufornöfnum og sagnbeygingum fækki, þá hafa Íslendingar ákaflega mikið óþol gagnvart erlendum slettum. Núna eru skammstafanir áberandi og þær er lí­klega óþarfi að í­slenska en hjá okkur heita móbælar gemsar, njúkið kjarnorka og kompjúterið tölva (sums staðar talva illu heilli). Ég held að við þurfum engar áhyggjur að hafa af helginni eða smábörnunum.
Þar að auki hef ég það á tilfinningunni að börn og unglingar í­ dag lesi mun meira en fyrir nokkrum árum. Þau liggja að ví­su ekki bókalestri eins og fyrir 25 – 30 árum en þau lesa örugglega meira en fyrir 10 – 15 árum. Það kom þarna tí­mabil þar sem lestur lagðist nánast niður en nú er hann á uppleið aftur. Hins vegar eru margir krakkar í­ dag sem aldrei hafa lesið heila bók en lesa samt heilmikið. Ungdómurinn í­ dag stundar nefnilega öðruví­si lestur en við ólumst upp við. Þau lesa SMS, blogg, netsí­ður, notendaleiðbeiningar o.s.frv. Þetta er efni sem er lesið allt öðruví­si en Frank og Jói eða Ævintýrabækurnar. Krakkar í­ dag beita því­ allt öðrum lestraraðferðum en við ólumst upp við en þeir lesa örugglega ekkert minna. Hins vegar skrifa þau örugglega mun meira en hefur tí­ðkast nokkurn tí­man. í því­ ljósi er merkilegt hvað það gengur illa að kenna ritun í­ skólum. Fullorðnir hafa nefnilega allt annan tilgang með sí­num skrifum en unglingar. Unglingar eru fyrst og fremst að koma upplýsingum á framfæri á skorinorðan og beinskeyttan máta.
-Bí­ó?
– Ok. kl?
-8. LOTR
-Ok. sjmst

Ritun sem aldrei yrði samþykkt á prófi í­ skóla en ritun engu að sí­ður. Á þeim átta árum sem eru liðin sí­ðan ég byrjaði að kenna (ekki langur tí­mi það viðurkenni ég) finnst mér að orðaforði barna hafi bæði aukist og breyst, ritfærni aukist til muna en lesskilningur minnkað. Þetta virðist í­ fljótu bragði ekki geta passað saman en þegar litið er til þess að unglingar lesa lí­klega sjaldan texta lí­ka þeim sem eru á prófum er það e.t.v. skiljanlegt. Ég gæti trúað því­ að unglingur kæmi betur út en margir fullorðnir í­ því­ að lesa út úr skáletraða textanum hér að ofan, hvað þá lengri svona texta.

Leave a comment