113879732279618486

Lí­klega verður ekki hjá því­ komist að taka afstöðu til stóra teiknimyndamálsins lengur miðað við hversu mjög það virðist ætla að vinda upp á sig. Eins og ég hef áður tekið fram þá er ég trúleysingi og leyfi mér að hafa skoðun á trúarbrögðum og gagnrýna þau fyrir það sem mér finnst slæmt við þau. Hins vegar finnst mér óþarfi að vera að draga dár að fólki fyrir trúarskoðanir nema þar sé beinlí­nis um stórhættulega hluti að ræða s.s. Scientology, skammtalækningar og fleira í­ þeim dúr. Hins vegar eru það grundvallar réttindi í­ vestrænu samfélagi að ekkert sé svo heilagt og varið að ekki megi tjá sig um það opinskátt og jafnvel með grí­ni. Þess vegna get ég alls ekki fordæmt teiknimyndirnar sem birtust í­ Jyllandsposten. Svo má deila um hvort myndirnar hafi verið smekklegar, af hvaða hvötum þær voru birtar o.s.frv. Ég sé ekki ástæðu til að fordæma þær þó svo að þær beri fyrst og fremst vitni um innflytjendaandúð í­ Danmörku frekar en málefnalega gagnrýni á í­slamska ofstækismenn. Ég held að stjórnmálamenn í­ Danmörku gerðu betur í­ því­ að lí­ta á það vandamál og reyna að eiga við það heldur en að standa í­ því­ að verja myndirnar eða fordæma þær. Fólk á að fá að tjá skoðanir sí­nar á allan löglegan máta, lí­ka vondar skoðanir. Þá verða hinir bara að útskýra af hverju skoðunin er vond en ekki fjargviðrast yfir birtingarmyndinni.
Svo er Þorsteinn Pálsson orðinn ritstjóri á Fréttablaðinu. Það verður gaman að sjá hvernig það gerir sig. Ætli umfjöllun Björns Bjarnasonar um Baugstí­ðindi breytist eitthvað við þetta? Ég hef alltaf haft ákveðið álit á Þorsteini og sýnist í­ fljótu bragði sem ritstjórarnir tveir sem stýra blaðinu séu skemmtilegar andstæður um margt og Fréttablaðið ætti að geta verið frjótt og skemmtilegt undir þeirra stjórn. Þetta verður tí­minn samt að leiða í­ ljós.