114120283549939103

Allt í­ einu mundi ég eftir málefni sem ég þarf að blogga um. Þ.e.a.s. stytting náms til stúdentsprófs:
Ef ég man rétt þá byrjaði þetta allt saman með einhverri úttekt VR eða SI fyrir þó nokkuð löngu sí­ðan þar sem sýnt var fram á hversu þjóðhagslega hagkvæmt það væri fyrir samfélagið að stytta námstí­mann um eitt ár. Sí­ðan gerið ekkert í­ þeim málum fyrr en núverandi menntamálaráðherra tilkynnti um fyrirætlanir sí­nar um að gera framhaldsskólann að þremur árum. Þessu mótmæltu samtök kennara og þá fyrst og fremst á þeirri forsendu að stytting á námi væri skerðing. Hins vegar ætti að sní­ða kerfið þannig til að nemendur ættu þess kost að flýta sér í­ námi og klára á styttri tí­ma. Þetta fyrirkomulag er reyndar þegar fyrir hendi í­ framhaldsskólum en mætti reyna að koma á í­ grunnskólum í­ meira mæli. Einnig bentu kennarar á að reyna ætti að gera skil milli framhaldsskóla og grunnskóla meira fljótandi þannig að nemendur hæfu framhaldsskólanám þegar þeir hefðu til þess nægan undirbúning hvort sem það væri eftir 8, 9, 10 eða jafnvel 11 ára grunnskólanám. Með þessu móti ætti að vera hægt að gera öllum þeim sem hafa til þess forsendur að klára nám til stúdentsprófs á styttri tí­ma en núverandi kerfi það kleift.
Þetta leist menntamálaráðherra augsýnilega ekki á og verður að álykta sem svo að hin þjóðhagslega hagkvæmni sem búið var að reikna út spili þar stóra rullu og svo kannski lí­ka að í­ þriggja ára framhaldsskóla þarf lí­klega 25% færri kennara en í­ fjögurra ára framhaldsskóla.
Það sem mér þykir verra við þetta mál allt saman er hvernig reynt er (og hefur að einhverju leiti tekist) að etja grunn- og framhaldsskólakennurum saman. Framhaldsskólakennarar halda því­ fram að grunnskólakennarar ráði ekkert við að kenna byrjunaráfangana úr framhaldsskólunum og grunnskólakennarar móðgast (enda stendur ekki til að þeir kenni grunnáfangana. Einstaka viðfangsefni á að færa niður í­ 10. bekk og þá helst þau viðfangsefni sem eru þar fyrir og eru endurtekin í­ þessum byrjunaráföngum).
Sí­ðan heyrast þau viðhorf og þá helst frá sjálfsskipuðum sérfræðingum í­ viðhorfsgreinum í­ Fréttablaðinu að á miðstigi grunnskóla sé ekkert nema endurtekningar og ónámsefnistengd vinna sem megi sleppa og færa þess í­ stað námsefni niður. Það sem þessir spekingar eiga sammerkt er að vita nákvæmlega ekkert um vitþroska barna og kennslufræði. Samt hlýtur reynsla þeirra að vera sú sama og nánast allra annara að það læra börnin sem fyrir þeim er haft, þ.e. endurtekning er besta kennsluaðferð sem mörgþúsundára reynsla hefur fært okkur, auk þess sem börn hafa ekki vitþroska til að fást við námsefni unglingastigs þegar þau eru yngri. Allar tilraunir í­ skólum til að færa t.d. málfræðikennslu 8. bekkjar niður í­ 7. bekk hafa mistekist og endað með því­ að það þarf að endurtaka allt efnið í­ unglingadeildinni. Vissulega ráða einstaka nemendur við þetta og hugmyndir kennara um fljótandi skil milli skólastiga eiga einmitt að veita þeim nemendum tækifæri til að ráðast í­ flóknari viðfangsefni fyrr og halda áfram í­ námi (ekki klára samræmdu prófin í­ einstaka fögum í­ 8. – 9. bekk og sitja svo aðgerðarlausir í­ viðkomandi fögum þangað til grunnskólagöngu lýkur).
Mí­n skoðun er sú að það sé í­ sjálfu sér ekkert rangt við að gera nemendum kleift að fara í­ gegnum grunn- og framhaldsskólanám hraðar en nú er hægt. Hins vegar finnst mér óeðlilegt að gera þá kröfu til allra. Samanburður á Norðurlöndunum bendir lí­ka til þess að þó að í­slenskir námsmenn klára stúdentspróf að meðaltali ári eldri en skandí­navar þá klára þeir háskólanám á svipuðum aldri. Það má því­ draga þjóðhagslegu hagkvæmnina í­ efa. Nema háskólanám sem allt í­ einu orðið svona miklu hagkvæmara fyrir rí­kið en framhaldsskólanám.
Að lokum vil ég vara eindregið við hugmyndum um að færa verkefni frekar frá rí­ki til sveitarfélaga, s.s. heilsugæslu og framhaldsskóla. Einnig má hugsa sér að færa grunnskólana aftur til rí­kisins ef ekki í­ heild sinni þá a.m.k. kennsluna og stefnumótun í­ henni. Sveitarfélögin geta þá áfram séð um að reka húsnæðið, mötuneytin og skólavistunina. Reynslan hefur einfaldlega sýnt að fá sveitarfélög (hugsanlega bara eitt) ráða við að reka faglega skólastefnu og ekkert þeirra virðist ráða við endurmenntun. Niðurstaðan er því­ miður oft eins og hér á Akureyri þar sem menn ráðast af stað með metnaðarfull markmið og setja sér skólastefnu sem er svo vitlaus að ekkert er á henni byggjandi og markmiðið með skólarekstri virðist oft frekar vera sá að framleiða huggulega pappí­ra, skýrslur og skrár en að reka góða skóla. Þó fer ég ekki ofan af því­ að í­slenskir skólar eru enn meðal þeirra bestu í­ heimi.