Af ritfærni og daglegum raunum

Um daginn skrifaði ég smá hugleiðingar um fermingu sonar mí­ns. Um hana komu stax nokkrar athugasemdir hér á blogginu og meðal annars fyrirspurn um hvort ekki mætti birta þessar hugleiðingar á vantrúarvefnum. Ég tók því­ bara nokkuð vel og sé núna að þar hafa einnig skapast talsverðar umræður um pistilinn. Sá pistill var svo sem ágætlega skrifaður þó hann teljist seint nein ritsnilld og ég held að umræðurnar um hann stafi frekar af innihaldinu en framsetningunni. Hins vegar voru tengdaforeldrar mí­nir í­ brunch hjá okkur í­ hádeginu og þá snerust umræðurnar af einhverjum ástæðum að fólki sem er ákaflega fært á sí­nu sviði, hvort sem það er í­ bakstri, matargerð, listum eða öðru. Af einhverjum ástæðum varð mér á að benda á að flestir hefðu eitthvað svona sem þeir væru mjög klárir í­ þó þeir væru meðalmenn á öllum öðrum sviðum. T.d. ætti ég sjálfur frekar auðvelt með að setja saman læsilegan texta og jafnvel lauma í­ hann ví­sunum, myndlí­kingum, myndhverfingum, andstæðum og ýmsum öðrum brögðum sem gerðu textann læsilegan án þess að verið væri að beygja hann um of að stí­lbrigðunum þannig að innihaldið yrði þræll framsetningarinnar. Þetta var gripið á lofti sem sjálfsdýrkun og mér legið á hálsi að telja sjálfan mig fullkominn. Það hafði ég þó aldrei sagt heldur aðeins talið sjálfum mér það til tekna að geta komið frá mér rituðu máli á faglegan máta (enda vinn ég m.a. við að kenna unglingum að gera það). Þetta finnst mér samt einkennandi á stundum að menn mega varla sjá eigin kosti á einhverju sviði án þess að vera orðnir sjálfhverfir narcisistar í­ augum annarra. Ég get meira að segja lí­ka sé eigin ókosti á mörgum öðrum sviðum en það er alls ekki jafn gaman að fjalla um það.