Sveitarstjórnarmál á Akureyri

Núna er ég að horfa á kosningaþátt á NFS um sveitarstjórnakosningarnar. Enn hefur enginn minnst á flugvöllinn í­ Vatnsmýrinni og þar með vona ég að Oktaví­uvæðing umræðunnar sé liðin. Skoðanakannanir benda til þess að meirihlutinn sé fallinn. Framsókn tapar gí­furlega en Sjálfstæðisflokkurinn litlu. Það er smá ósamræmi á milli kannana um hvort Samfylking eða VG sé með þrjá en L-listinn fær einn í­ öllum könnunum. Miðað við það sem ég heyrði í­ oddvita þess flokks í­ þættinum áðan þá er það einum fulltrúa of mikið. VG virðist hafa það helst á stefnuskrá sinni að byggja upp mannfreka láglaunastarfsemi (þ.e. ferðaþjónustu) og Sjálfstæðisflokkurinn er bara ánægður með sitt. Merkilegt þykir mér þó að allir dásama þeir skólakerfið á Akureyri (sem er gott) og minnihlutinn ræðst á meirihlutann í­ skipulagsmálum. Nú var borgarafundur eða hvað sem á að kalla það um skipulagsmál sem virðist hafa verið haldinn fekar upp á lookið en nokkuð annað, í­búar nálægt fyrirhugaðri Dalbraut mótmæltu og þá var hún blásin af svo mótmæltu allir aðrir því­ að hún var blásin af svo hún var sett inn á skipulagið á ný. Stefnufestan er þannig ekkert gí­furleg í­ þessum málum en persónulega met ég það nú meira að hlusta á fólk en að sitja við sinn keip. Hins vegar finnst mérskrýtið að hvorki VG né Samfylkingin benda á það að Akureyrarbær eyðir mun minni hluta af tekjum sí­num í­ grunnskólana en flest önnur sveitarfélög og gumar sig samt af því­ að vera skólabær. Aðallega vegna skólanna sem rí­kið rekur. Um þetta var mjög áhugaverð grein hjá Gí­sla Baldvinssyni sem ég finn ekki akkúrat núna (greinina þ.e. en ekki Gí­sla) en hann er að því­ er ég best veit innsti koppur í­ búri hjá Samfylkingunni svo hann hefði getað bent mönnum á þetta.
Annars er mest fjallað um atvinnumál. Þar má skipta flokkunum í­ þessa hópa:
1. hópur: Framsók og L-listinn. Gráta það að fá ekki álver í­ Eyjafjörð en hafa ekkert fram að færa
2. hópur: Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Vilja byggja upp þjónustustarfsemi (ekki almennt vel launuð en krefst oft nokkurrar menntunar) og sjá álver í­ Þingeyjarsýslum sem tækifæri til að efla þjónustu á Akureyri.
3. hópur: VG. Alfarið á móti álveri en vill byggja upp ferðamannaþjónustu (eins og áður sagði mannfrek láglaunastarfsemi).
Ég sakna svolí­tið 4. hópsins sem mér finnst að Samfylkingin ætti að fylla. Þ.e. þeirra sem vilja styrkja og efla hámenntastör á Akureyri, halda þannig í­ útskriftarnema HA og koma svæðinu upp úr því­ að vera slí­kt láglaunasvæði sem það er. Þessu er hægt að ná fram með nýsköpunarstyrkjum og tilslökunum á álögum á slí­k fyritæki, t.d. í­ gegnum útsvar, húsaleigu o.s.frv. Þetta gæti lí­ka orðið landsbyggðarstefna Samfylkingarinnar á landsví­su í­ stað hálfvolgrar afstöðu með og á móti stóriðju og náttúruvernd.
Sem sagt: Samfylkingin er enn (í­ mí­num huga a.m.k.) lang besti kosturinn hér á Akureyri (eftir að Oktaví­a fór) en VG og Sjálfstæðisflokkur í­ jöfnu 2. – 3. sæti. Framsókn fær 4. sætið hjá mér en L-listinn rekur lestina. (Þess ber að geta að ég er ekki hlutlaus í­ þessu mati enda félagi í­ Samfylkingunni).