Eurovision 1

í raun er alveg skelfilegt til þess að hugsa að nú séu tveir Eurovisionkynningarþættir búnir og ég er ekki enn farinn að blogga neitt um þá. Mér til afsökunar þá var fyrsti þátturinn um helgina sem ég var að ferma og ég missti af honum þangið til ég rak augun í­ hann í­ endursýningu á RúV+. Ég ætla samt að halda viðtekinni venju og blogga um lögin.

Armení­a
Þetta land er lengst inni í­ Kákasusfjöllum og er að taka þátt í­ fyrsta sinn í­ ár. Ég átti alls ekki von á því­ að fá eitthvert svona boybandpopp þaðan en sú er einmitt raunin. Allt í­ lagi en voðalega óáhugavert samt. Gef þessu 2 stig.

Búlgarí­a
Þarna má heyra þjóðlega stemmingu í­ bland við vestræn áhrif og það er blanda sem virkar alltaf vel. Þó að lagið sé skárra en Loraine in the rain þá vantar samt eitthvað upp á. Kannski er það vælið í­ kallinum sem skemmir þetta fyrir mér. Gef þessu 3 stig.

Slóvení­a
Hér kemur annar boysari en þessi er ákaflega sækó miðað við hinn. Lagið er svo sem sæmilega huggulegt og viðlagið hratt og fí­nt. Ekkert spes í­ gangi en ágætis Eurovision svo ég gef 3 stig.

Andorra
Þessi er flott. Gefur skí­t í­ hefðbundin viðmið og situr í­ aðeins of þröngum kjól á skí­tugum bar með sí­garettu í­ munnvikinu og syngur „án þí­n“. Ég er lí­ka hrifinn af þjóðum sem syngja ekki á ensku og þessi er bara frábær. Gef henni 5 stig.

Hví­ta-Rússland
Ég hafði nú bara nokkuð gaman af þessu þó að útlitsdýrkunin í­ myndbandinu hafi verið nokkuð yfirdrifin. Stelpan er samt bæði sæt og getur sungið og lagið hvorki betra né verra en mörg svona Spice Girls lög.Ég gef 4 stig.

Albaní­a
Þetta er ágætislag. Þarna eru einnhverjar sekkjapí­pur og það eru mjög agressí­v hljóðfæri. Ég hef svolí­tið gaman af svoleiðis. Hins vegar er þetta ekkert voðalega grí­pandi eða eftirminnilegt að öðru leiti. Ég gef 2stig.

Belgí­a
Belgar þykja ákaflega sigurstranglegir í­ ár enda er lagið áheyrilegt og stelpan sem syngur voða sæt. Hún syngur bæði á frönsku og ensku (samt ekki nema eina setningu á frönsku heyrðist mér). Ég er ekki jafn hrifinn af þessu og alþjóð virðist vera. Minnir mig svolí­tið á bresku lögin í­ gegnum tí­ðina sem hafa oft verið mjög áferðafalleg en innihaldsrýr. Ég gef þessu 3 stig.

írland
Maður skilur nú bara ekki hvað er að koma fyrir íra þessi árin. Þetta lag hljómar eins og endalaust forspil að gömlu Phil Collinslagi en svo kemur aldrei powerbrake-ið. íkaflega langdregin bið og svo er lagið bara búið án þess að nokkuð hafi gerst. Ég gef þessu 0 stig.

Ég ætla að láta þetta nægja í­ bili. Ég blogga kannski um þáttinn sem var um sí­ðustu helgi á morgun ef ég kemst til þess.
Annars lí­st mér ágætlega á Eurovision í­ ár. Það er reyndar lí­tið um lög sem verða mjög augljóslega ofarlega og þess vegna er þetta kannski meira spennandi en vanalega. Ég held að það sé svona 50/50 hvort Silví­a Nótt kemst upp úr forkeppninni. í ljósi þess að bæði Tyrkir og Litháar eru með nákvæmlega sama húmor í­ gangi í­ sí­num lögum gæti þó e.t.v. bent til þess að Evrópubúar muni hafa húmor fyrir Silví­u og það verður að segjast eins og er að lagið hennar er mun betra en bæði það tyrkneska og litháí­ska. Ég kveð þá að sinni.